Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 17
15 Sigmundur Magnússon BLÓÐLEYSI í BÖRNUM Að sjálfsögðu geta börn fengið nánast allar tegundir af blóðleysi eins og fullorðn- ir auk blóðleysis, sem börn ein fá, svo sem erythroblastosis. Listinn er langur eins og taflan sýnir. Hér er þó aðeins stiklað á stóru, oft nefndir flokkar sjúkdóma en ekki einstakir sjúkdómar. I. Blæðing a. Blóðleysi eftir bráða blæðingu. b. Blóðleysi eftir langvarandi blæðingu. II. Blóðlysa A. Atriði utan blóðkorna 1. Mótefni (antibodies) 2. Sýkingar (Malaria t.d.) 3. Niðurbrot í milti. 4. Með öðrum sjúkdómum (t.d. lymp- homa) 5. Lyf, efni o. fl. 6. Meiðsli (trauma) á RBK B. Afbrigðileg RBK 1. Margskonar enzymetruflanir. 2. Hemoglobin afbrigði. 3. Afbrigðileg frumuhimna (t.d. sphero- cytosis). III. Ófullnægjandi framleiðsla á RBK A. Skortur á nauðsynlegum efnum. 1. Járn, folinsýra, Bia. B. Vöntun á erythroblöstum. 1. Aplastísk anæmia (lyf, efni, erfðir, óþekkt orsök). C. Illkynja sjúkdómar. D. Endocrine truflanir (Myxedema o.fl.). E. Uremia. F. Langvinnir bólgusjúkdómar. ALGENGISMÖRK Við mat á fengnum rannsóknarniðurstöð- um eru til hliðsjónar svokölluð algengis- mörk (normal mörk) rannsóknanna í sam- bærilegum hópum heilbrigðra. Uppgefin mörk ná gjarnan yfir 95% tilfella, sem samsvara tveim staðalfrávikum (±2 SD). Ef aðeins þyrfti að bera fengnar niður- stöður við algengismörk væri málið auð- velt. Það dugar þó hvergi. í fyrsta lagi er mjög erfitt að tryggja að allir þeir, sem mynduðu algengismörkin hafi verið heilbrigðir, því að skýr mörk milli heilbrigðis og vanheilsu eru ekki til. I öðru lagi eru einn af hverjum 20 heil- brigðum utan venjulegra marka (±2 SD). I síðasta lagi gæti einstaklingur verið blóðlaus þótt blóðgildi hans liggi innan al- gengismarka. Þannig er t.d. hematocrit 0.37 1/1 lágt fyrir þann, sem venjulega er með 0.44 1/1. Þrátt fyrir þessa annmarka á notagildi algengis marka er eigi að síður rétt að hafa hliðsjón af þeim. Meðal barna skiftir aldur- inn máli en kynskifting verður ekki fyrr en með kynþroska. Línuritið er unnið úr töflu í Practical Haematology eftir J.V. Dacie og L.M. Lewis, fifth edition. Nánari tölur um breyt- ingarnar á fyrstu 3 mánuðum eru til (Matath et al., Acta Paedict. Scand. 60:317, 1971). LEIT AÐ BLÓÐLEYSI („SCREENING“- PRÓF) Við leit að blóðleysi hefur hér á landi verið stuðst við mælingu á hemoglobini og hæmatocrit og útreikningi á MCHC (Mean Corpuscular Hemoglobin Concentration) ásamt skoðun á blóðstorki. Handtalning á rauðum er tímafrek og of ónákvæm til að koma að tilætluðum notum og þótt sérstak- ir rafteljarar hafi verið til er vinnan við talningu það mikil að ekki hefur þótt hag- kvæmt að telja rauð frá öllum. Með tilkomu sjálfvirkra tækja er nú unnt að skila rannsóknarniðurstöðum fljótt og með tiltölulega meiri nákvæmni en áður var. Sérstaklega hafa nú fengið meira gildi MCH, MCV og MCHC við flokkun á blóð- leysi. Aðeins eitt slíkt tæki er nú í notkun í landinu, staðsett á rannsóknarstofu Land- spítalans. Enginn vafi er á að upplýsingarnar sem

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.