Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 21
19 Transport-járnið hefur stutta viðdvöl í serum og endurnýjast það meira en 10 sinnum á sólarhring. Nýlega hefur fund- ist önnur tegund af transport-járni í serum, það er ferritin. Þessi ferro- hydroxid-apoferritin komplex er til stað- ar í serum í mjög litlu magni, en virðist endurspegla þær járnbirgðir, sem eru í jafnvægi við serum, mjög vel. Mæling á se-ferritini er þannig mjög góð aðferð til að mæla járnbirgðir líkamans. Orsakir járnskorts í börnum 1. Minnkaðar járnbirgðir við fæðingu. a) Lítil fæðingarþyngd, fyrirburðir. b) Tvíburar. c) Foetomaternal blæðing. d) Of fljót naflastrengshnýting. 2. Áhrif vaxtarins. 3. Ónóg járninntaka í fæðu. 4. Blæðing. 1. MINNKAÐAR JÁRNBIRGÐIR VIÐ FÆÐINGU a) Járnbirgðir barns við fæðingu eru háð- ar blóðrúmmáli og hæmoglobin conc. blóðsins. Blóðrúmmálið er aftur háð fæðingarþyngd og því, hversu fljótt bundið er fyrir naflastrenginn. Ef beðið er með naflastrengshnýtingu í 3 mínút- ur, eykst rúmmál r.blk. um 58%. Hæmoglobin við fæðingu er að meðaltali 17,0 g %. Af þeim þáttum, sem nefndir hafa verið, skiptir fæðingarþyngdin mestu máli. Fullburða barn fæðist með 260—300 mg af járni. Járnforðinn er mjög náið tengd- ur líkamsþunga barnanna og er 60—70 mg per. kg. Þar sem fóstrið þyngist mest á síðasta trimestri meðgöngunnar, safn- ar það einnig mestum hluta járnforðans á þessum tíma. Af þessu leiðir að fyrir- burðir fæðast með litlar járnbirgðir og á það sinn þátt í aukinni tíðni á járn- skortsanæmiu í fyrirburðum. Nokkrir þættir, sem flokkast undir blóðtap fóst- urs, geta breytt járnbirgðum barns við fæðingu. Þessir þættir eru: b) Tvíburafæðing: Hjá eineggja tvíburum getur orðið trans- fusion á blóði frá öðrum tvíburanna til hins. Við það bætist svo að tvíburar eru oft léttari en önnur börn. c) Föto-maternal tranfusion: Stundum getur orðið veruleg transfusion á blóði frá fóstri til móður. Það fer eftir magni blóðtapsins, hvort það kemur fram strax sem anæmia, eða leiðir síðar til járnskorts hjá barninu. d) Áður hefur verið minnst á að 3ja mín- útna bið með naflastrengshnýtingu geti aukið rúmmál r.blk. hjá barninu um lið- lega 50%. Þó að barnið þurfi strangt tekið ekki á þessum aukna fjölda r.blk. að halda í fyrstu, geta þær járnbirgðir sem þau innihalda komið sér vel síðar, til að mæta þeirri miklu járnþörf, sem er samfara hröðum vexti. e) Auk þess getur barnið misst blóð við fæðingu vegna fylgjuloss, fyrirsætrar fylgju, rupturu á naflastreng o.s.frv. 2. ÁHRIF VAXTARINS Vaxtarhraði barna er mestur á 1. ári og á kynþroskaskeiðinu, enda er járnskorts- anæmia algengust á þessum aldursskeiðum. Á 1. aldursári barnsins þrefaldast þyngd þess og blóðrúmmál, en heildarhæmolobin- magn líkamans nær tvöfaldast. Fyrirburður, sem vegur 1,5 kg. getur sex- faldað þyngd sína og blóð rúmmál og þre- faldað heildar hæmoglobinmagnið á 1. ár- inu. Þessi mikla hæmoglobinmyndun krefst mikils járns. Þær járnbirgðir sem fullburða barn fæð- ist með endast í 4—6 mánuði, en úr því þarf barnið að absorbera o,8 mg daglega úr fæðu sinni, út fyrsta árið, ef eðlileg hæmoglobin-myndun á að geta átt sér stað. Fyrirburðir eyða járnbirgðum sínum fyrr og þurfa því að fá nægilegt járn úr fæðu sinni a.m.k. 2 mánuðum fyrr, ef þeir eiga ekki að fá járnskortsanæmiu. Á aldrinum 1—12 ára er vaxtarhraðinn mun minni og er járnþörfin þá um 100 mg á ári, þannig að barnið þarf að absorbera 0,3 mg af járni daglega. Vaxtarhraðinn eykst aftur milli 12 og 14 ára og verður þá árleg járnþörf 170 mg eða 0,5 á dag. Við þetta bætist síðan aukin jámþörf hjá stúlk- um vegna tíðablæðinga, en sú viðbótarþörf er um 0,6 mg á dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.