Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 27
25 TAFLA I. Þörf dagl. 0—6 mán. Brjóstamjólk Kúamjólk Þurrmjólk Vatn 150—-170 ml/kg 87,6% 87,2% Kaloriur 110—120 /kg 690 /L 660 /L 550—700 kal./L Protein 2,2 g/kg (7—16% af kal.) 9 g/L 35 g/L 15—28 g/L Kolvetni 40—50% af kalorium 68 g lactosa/L 49 g lactosa/L 68—93 g lactosa/L Fita 30—50% af kalorium 45 g/L 37 g/L 19—36 g/L Kalk 350—500 mg 340 mg/L 1170 mg/L 350—700 mg/L Fosfór 250—400 mg 140 mg/I 920 mg/L 260—600 mg/L Na 20— 30 mg ? 7 mEq/L 22 mEq/L 6— 9 mEq/L K 70— 80 mg ? 13 mEq/L 35 mEq/L 14—- 18 mEq/L Járn 10— 15 mg 5 mg/L 5 mg/L 7— 14 mg/L Vitamin A 2000 AE 1898 AE/L 1025 AE/L 1400—2800 AE/L —- B: Tiamin 0.3 mg 0.16 mg/L 0.4 mg/L 0.6—0.7 mg/L — B: Riboflavin 0.5 mg 0.4 mg/L 1.8 mg/L 1.0—1.4 mg/L —- B: Pyridoxin 0.3 mg 0.11 mg/L 0.5 mg/L 0.4—0.6 mg/L —- B: Niacin 5—7 mg 5.3 mg/L 4.8 mg/L 8—9 mg/L Vitamin C 35 mg 43 mg/L 11 mg/L 40—75 mg/L Vitamin D 400 AE 22 AE/L 15—30 AE/L 400—800 AE/L Vitamin E 5 AE 2 AE/L 0.4 AE/L 0?—9 AE/L Fyrsti liður í töflu I sýnir vatnsþörf ung- barna, sem er mikil og fer m.a. að ein- hverju leyti eftir umhverfishita eða eigin hitastigi, en er einnig háð eggjahvítuinni- haldi og saltmagni í næringunni auk hita- eininga (1.5ml H2O á lkg kal). Ef þessari vatnsþörf er ekki fullnægt og barnið fær proteinríka þurrmjólkurtegund eða rangt blandaða, er hætta á hyper-elektrolytemíu, uremiu, heilaskaða og e.t.v dauða. Hætta þessi er ekki aðeins bundin þurrmjólkur- notkun, slíkt gæti líka skeð ef kúamjólkin er ekki nægilega þynnt. Fyrir utan þetta má í þessu sambandi nefna fleiri hættur samfara kúamjólkur- og þurrmjólkurgjöf: 1. Járnskortur er mun algengari meðal pelabarna en brjósmylkinga, en öruggar skýringar á þessu eru ekki fyrir hendi. Þó er eins og áður segir vitað, að járn absorberast mun betur frá brjóstamjólk en kúamjólk og grunur leikur á að meira járn sé í brjóstamjólk en hingað til hefur verið álitið auk þess sem rann- sóknir þykja benda til að verulegt blóð- tap eigi sér stað um meltingarveg barna sem nærast á kúamjólk, og því meira magn mjólkur, sem neytt er, því meira finnst af duldu blóði í hægðum. 2. Ofnæmi hefur áður verið minnst á og telja sumir að 1% allra barna, sem nær- ast á kúamjólk fyrsta V2 ár ævinnar, þjáist af mjólkurofnæmi og eiga beta- lactoglobulin og kasein þar drjúgan hlut að máli. Fyrirburar, sem eru nærðir á kúamjólk eða þurrmjólk, fá aminoaci- demiu, þar sem kúamjólkin inniheldur talsvert meira tyrosin og phenylalanin en brjóstamjólkin og hið óþroskaða hvatakerfi í meltingarvegi fyrirbura hef- ur ekki undan að kljúfa þessi efni. 3. Acrodermatitis enteropatica, er ban- vænn sjúkdómur sem fannst í börnum, sem nærð voru á þurrmjólk hér áður fyrr, áður en menn uppgötvuðu að zink var nauðsynlegt fyrir hvatakerfi líkam- ans. Á vissum svæðum í Bandaríkjun- um, þar sem jarðvegur er snauður af zinki, getur kúamjólkin innihaldið það lítið af þessum snefilmálmi, að börnin hætta að þrífast, þau missa bragðskynið og matarlystina. 4. Neonatal hypocalcaemia getur stafað af of lágri kalk- og D-vitamín neyslu móð- urinnar á meðgöngutíma auk hins physiologiska hypoparatyroidismus hjá nýfædda barninu, en er sjaldgæf ef ekki kæmi til neysla þurrmjólkur, sem hefur mjög lágt kalk-fosfór-hlutfall. Hérlendis eru seldar þurrmjólkurtegundir með mjög óheppilegu slíku hlutfalli, tiltölu- lega háu fosfórinnihaldi, og á síðasta ári kom inn barn á barnadeild Landspítal- ans með hypocalcemiska tetani, sem á-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.