Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 36
34 en hann er sá að létta áhyggjunum af for- eldrunum, ef þær eru ástæðulausar, því að ella geta þær reynzt skaðvaldur í sambandi foreldris og barns, þegar frá líður. ÓBEIN AÐSTOÐ VIÐ BARNIÐ Langeríiðasti og vandasamasti þáttur ung- og smábarnaeftirlits er að hafa til svar af viti við öilum þeim aragrúa af spurningum, sem fram koma um börn á öllum aidri og málefni þeirra, hvort sem börnin eru heilbrigð eða aíbrigðileg — og þá í þannig búningi að það geti orðið þeim að gagni, sem spyr. LæKnanám af hefðbundmni gerð, býr lækna mjög illa undir þennan þátt starfs- ins. Þroskavandamál: Það kemur ekki ósjald- an fyrir, að ósköp venjuleg og eðlileg fyrir- bæri í þroska barna valdi foreldrum engu að síður verulegum vanda eða áhyggjum og mörgum þeirra hættir þá til að álíta, að barnið hljóti að vera afbrigðilegt eða óeðlilegt. Um leið og vandi foreldranna er viðurkenndur og leitað er að leiðum til að leysa hann, ríður á að gera þeim einnig grein fyrir, að um eðlilegt þroskafyrirbæri sé að ræða en ekki sjúklegt eða afbrigði- legt. Þar eð afstaða foreldra skapar og lit- ar sjálfsmynd barns, gæti alheilbrigt barn ella farið að líta á sjálft sig sem óeðlilegt og afbrigðilegt og farið að haga sér sam- kvæmt því. Afbrigðileg hegðun: Hegðun, sem er í sjálfu sér óeðlileg og afbrigðileg getur samt falið í sér heilbrigða viðleitni barns til að halda sér á floti í tilverunni við erfiðar aðstæður og í lítt heilbrigðu umhverfi. Því þarf læknir að spyrja sjálfan sig: Hvað veldur því, að þetta barn þarf að grípa til örþrifaráða? Er eitthvað að því líkamlega eða er tilveran því á einhvern hátt of þung- bær? Svörin fást sjaldnast nema litið sé á lífsaðstæður barnsins í heild og þá sérlega á eðli samskipta þess við annað fólk. Öll börn þurfa öryggi, — fölskvalausa ástúð — glöggskyggni uppalandans — ó- skipta athygli a.m.k., þegar að kreppir — þroskahvetjandi aga — öruggar og mark- vissar leiðbeiningar ásamt ríkulegum tæki- færum til að reyna sig áfram af eigin rammleik og læra af reynslunni. Og með tilliti til þess, að hlutföll þarf- anna eru að síbreytast með vaxandi þroska barns, er ekkert einkennilegt þótt mörg börn, og einnig börn ágætis foreldra, geti á einhverju aldursskeiði lent í tímabundn- um eða jafnvel varanlegum erfiðleikum. Fyrst í stað eru hegðunarvandamál sem svörun við truflandi áhrifum umhverfis venjulega lausbundin persónuleikanum og fljót að breytast ef afstaða eða aðstæður breytast til batnaðar. En þau geta endað sem blýfastur liður í skaphöfn bamsins, sem ill mögulegt eða ógjörlegt er að hafa áhrif á til bóta. Því þarf að finna vandann snemma og gera ráðstafanir til bóta fljótt. VANDAMÁL FORELDRA OG ÁHRIF ÞEIRRA Á BÖRN Ég mun ekki fjölyrða hér um geðræn vandamál foreldra og þau keðjuáhrif, sem þau hafa yfirleitt á börn og aðra. En það skiptir máli að börn geðtruflaðra eða jafnvel einungis sérviturra foreldra kynnist öðrum venjulegri og væntanlega heilbrigðari áhrifum annars staðar frá. En margt getur grafið undan foreldra- hæfni jafnvel þeirra, sem eru vel til þess fallnir að gegna foreldrahlutverki frá nátt- úrunnar hendi. Heimur og þarfir barnsins virðast lítið hafa breytzt frá upphafi vegar, en heimur hins fullorðna verður sífellt samsettari, flóknari og margbreytilegri — eða með öðrum orðum illaðgengilegri börnum. Flestum er í blóð borið að vilja eignast börn, en ekki eru allir jafnreiðubúnir að vera FORELDRAR í þess orðs fyllstu merkingu, þegar hin mikla stund rennur upp, eða í aðstöðu til að vera í nægjanlegri snertingu við börn sín til að móta þau og þroska að gagni. Fjöldi ungs fólks á þeim aldri, sem flest- ir verða foreldrar, er múlbundinn við önn- ur verkefni: við að ljúka námi, koma sér fyrir, eignast þak yfir höfuðið, drýgja tekjurnar með því að vinna í öllum frí- stundum. Margir hafa í allt of mörg horn að líta til að geta verið foreldrar nema í ígripum og þá ekki nærri alltaf, þegar barnið þarf mest á því að halda. Og margir eru svo tættir eða áhyggjum hlaðnir, að þeir eiga erfitt með að festa hugann við barn og vandamál þess, jafnvel þótt tæki- færi bjóðist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.