Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 38
36 Helga Hannesdóttir HEGÐUNAR- OG TILFINNINGAVANDAMÁL BARNA Hegðunar- og tilfinningavandamál barna eru algengustu geðrænu vandamál þeirra barna, sem leitað er með á barnageðdeildir. Flokkun þessi hefur sérstaklega verið gerð, til þess að greina frá öðrum alvarleg- um sjúkdómum, eins og t.d. heilaskaða, vangefni eða alvarlegri geðveiki. Þýðing- ingarmikið er fyrir lækna að þekkja og geta greint þá orsakavalda, sem leiða til einkenna, sem ógna og koma í veg fyrir eðlilegan tilfinningalegan og líkamlegan þroska barna. Sameiginlegt flestum ef ekki öllum geðrænum einkennum er, að horfur eru því mun betri því fyrr, sem greining er gerð og meðferð hefst. Ætíð ber að taka tillit til þroskaferils og aldurs barns, fjöl- skylduaðstæðna og umhverfishátta við sjúkdómsgreiningu, ásamt nákvæmri sjúkrasögu við upphaf einkenna og hugs- anlega orsakavalda, svo sem breyttar fjöl- skylduaðstæður, er einkenni hófust. Nú eru u.þ.b. 30 ár síðan gerður var greinarmunur á geðrænum vandamálum, sem emkennast annars vegar af hegðunar- vandamálum og hins vegar af tilfinninga- legum vandamálum. Einkenni þessara tveggja hópa eru mismunandi, sömuleiðis batahorfur og svörun við meðferð, fjöl- skylduhættir og skólaframmistaða. TILFINNINGAVANDAMÁL Tíðni tilfinningavandamála barna er svipuð hjá báðum kynjum fram að kyn- þroskaaldri en eftir kynþroskaaldur eru tilfinningavandamál mun algengari hjá konum en körlum. Tíðni hjá börnum fram að 12 ára aldri er um 2V2% en hjá eldri börnum en 12 ára er tíðni hærri. Einkenni eru oft óljósari en hjá full- orðnum með taugaveiklun (neurosur) en af algengum einkennum má nefna feimni, viðkvæmni, minnimáttarkennd, tilhneig- ingu til að einangra sig, kvíði, tíð grát- köst, ýmis konar fælni, depurð og persónu- leikatruflanir. Sjúkdómsgreining byggist á því, að meta einkenni eftir því, hversu oft þau koma fyrir og hversu mikil áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barnsins og félagsgetu þess. Sjúkdómsgreiningin byggist ekki á neinu einu einkenni eins og t.d. að naga neglur eða sjúga fingur, heldur á heildaráhrifum einkenna á barnið. Óskir barna á öðru og þriðja aldursári stangast oft á við þarfir foreldra og um- hverfis og vaknar því kvíði hjá barni á þeim aldri og það óttast refsingu gerða sinna. Barnið tjáir kviðann með ýmsum líkamshreyfingum t.d. með því að sjúga fingur, vera órólegt, tala óskýrt eða með svefnerfiðleikum. Ef of mikið er látið á móti börnum á þessum aldri verða þau neikvæð, óhlýðin og reið og fá tíð óþægða- köst. Ef slíkum vandamálum er ekki mætt á réttum tíma með réttum viðbrögðum, þróast með barninu ýmsar tilfinningaflækj- ur fram eftir aldri og barnið getur haldið áfram smábarnaviðbrögðum, svo sem að gera í sig eða væta buxur, tala óskýrt eða fá svefntruflanir svo eitthvað sé nefnt. Sameiginlegt tilfinningavandkvæðum hjá börnum er, að horfur eru yfirleitt góðar og fæst þessara barna fá taugaveiklunarein- kenni (neurosur) á fullorðinsaldri. Af helstu orsakavöldum má nefna stöðuga streitu innan heimilis og í umhverfi barns- ins, of mikla eða of litla foreldravernd. Einnig ber að taka tillit til erfðaorsaka sérstaklega í alvarlegustu tilfellum. Ég mun nú ræða nánar um einstök ein- kenni og orsök þeirra og minnast lítillega á meðferð. FÆLNI OG KVÍÐAEINKENNI Fælni kallast óeðlilegur ótti við ákveðna hluti eða aðstæður, sem að öllu jöfnu vekja ekki ótta eða hræðslu hjá flestum. Hræðslan getur ýmist verið við dýr eða yfirnáttúrulega hluti, eins og skrímsli eða galdrakarla. Hræðsla við myrkur eða allt á ákveðnu svæði er algeng. Fælniseinkenni byrja vanalega milli fjögurra og fimm ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.