Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 39
37 aldurs eða á kynþroskaaldri. Hræðsla og ótti eru eðlilegar mannlegar tilfinningar, sem öll börn bera en fælni (fobia) einkenn- ist vanalega af mjög mikilli hræðslutil- finningu, sem stendur í tengslum við hluti _ eða aðstæður, sem viðkomandi barn hefur skynjað óraunverulega eða yfirnáttúrulega. Börn bregðast oft við á svipaðan máta og foreldrar þeirra og aðrir fullorðnir, sem þeir umgangast. Óttinn getur stafað af ör- yggisleysi eða af óöruggum persónutengsl- um við foreldra. Börn sýna ótta og kvíða- einkenni á mismunandi máta, t.d. sum sýna þau þannig, að þau vilja ekki yfirgefa foreldra sína, þegar þörf er á. Ef slík börn mæta ekki skilningi og meðaumkun for- eldra við erfiðar aðstæður, getur ótti þeirra flust yfir á einhverja hluti, t.d. rafmagns- knúna hluti eða skóla. Oftast er það for- eldramissirinn eða <foreldraaðskilnaðurinn sem barninu er erfiðastur. Fælniseinkenni eru oft samfara öðrum tilfinningalegum vandamálum. Hjá 10 ára börnum eru fælniseinkenni við sérstökum kringumstæðum t.d. dauðahræðsla, algeng- ari en á öðrum aldursárum. Meðferð á einstökum fælniseinkennum eins og t.d. dýrafælni er heppilegust í formi atferlismeðferðar (behavior therapi) samfara foreldraráðgjöf eða sállækningu (psychotherapia). f alvarlegri tilfellum má reyna lyf t.d. Phenothiazin í smáum skömmtum. í sambandi við sállækningu er þýðingarmikið að skilja kvíðaorsakir hjá barninu og það, sem veldur barninu vonbrigðum, jafnframt því að fá nákvæm- ar upplýsingar um kringumstæður allar við upphaf fælniseinkenna. Rætt er bein- um orðum um fælnina við barnið (kon- frontation) og foreldrum er ráðlagt, hvern- ig þeir eigi að breeðast við, þegar fælnis- einkenni koma fram hjá barninu. Börn yngri en 10 ára fá vanalega fælniseinkenni, sem standa stutt og geta horfið af sjálfu sér. Kvíðaeinkenni barna geta verið marg- vísleg. Börn tjá oft kvíðann með líkamleg- um einkennum eins og magaverk, óeleði, höfuðverk, uppköstum, tíðum þvaglátum og niðurgangi. Öll bessi einkenni eru frá ósiálfráða taugakerfinu og eru algeng hjá börnum og fullorðnum. Orsök kvíðaein- kenna er álitin margvísleg en nefna má skort á nærgætni foreldra, erfiðar heimil- isaðstæður, sambúðarerfiðleikar _eða_sam- búðarslit foreldra, skólaerfiðleika og lang- varandi líkamlega sjúkdóma. Sefasýki (hysteria) á sér stað hjá eldri börnum og unglingum og getur lýst sér með lömunareinkennum, óeðlilegu göngu- lagi, heyrnarleysi, blindu eða krampa- kenndum einkennum. Sefasýkishughvarf (hysteric conversions reaction) er það kallað, þegar kviðaein- kennum og undirliggjandi sálarflækjum er breytt í líkamleg einkenni. Þetta er fremur sjaldgæfur sjúkdómur, tíðni álitin 1—2% og allt að helmingur tilfella, sem fá þessa sjúkdómsgreiningu áitin hafa vefrænan sjúkdóm. Það er því oft aðeins framvinda sjúkdómsins, sem stuðlar að réttri sjúk- dómsgreiningu. Sefasýkishughvarf er jafn algengt hjá stúlkum og drengjum fyrir kynþroskaaldur en mun algengari hjá stúlkum eftir kynþroskaaldur. Meðferð á kvíða og sefasýki er margvís- leg, en oftast er beitt sállækninpu (psy- chotherapia), atferlislækningu eða fjöl- skyldumeðferð. Skilja þarf nákvæmlega sálfræðilegar orsakir, sem að baki vanda- mála liggja. Oftast þarf að auðvelda sam- ræður milli barns og foreldra og systkina og stuðla að aukinni tilfinninga- og skoð- anatjáningu barnsins. Læknir skyldi tiá sínar skoðanir og skilning á vandamálum barnsins í návist barnsins og útskvra á- stæðuna fyrir því, að barnið er að koma til læknis og hvert sé markmið með við- tölum. Bati kemur ýmist fliótt eða á lengri tíma. Meðferð ber að hætta, þegar koistir þess að hætta eru taldir meiri en áfram- haldandi meðferðar. Með atferlislækningu er hægt að kenna barninu að slanna af og forðast kvíða við ákveðnar aðstæður. f al- varlegri tilfellum má nota lyf í stvttri tíma í smáum skömmtum eins og Phenothiazin eða Benzodiazepin. ÞUNGLYNDI (DEPRESSION) Bæði börn og fullorðnir finna fyrir geð- sveiflum og eru ýmist ánægð, glöð, sorg- bitin, leið eða óhamingjusöm. Stafar þetta af mismunandi hversdags atburðum og streituvöldum daglegs lífs. Sumir venjast þessu og aðlagast en aðrir ekki. Sumir eru lengur glaðir en aðrir, sem eru aftur leng-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.