Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 48
46 h A3E (dcys) Mynd 3. 2. Enginn sjúklegur process til staðar, sem leiði til aukins niðurbrots á rauðum blóðkornum (hemolysis) truflunar á conjugation á bilirubini eða útskilnaði né heldur til aukins endurfrásogs (re- asorbtion) á bilirubini frá smáþörmum. Sé ofangreindum skilyrðum fullnægt, er ekki þörf neinna sérstakra rannsókna um- fram það, að fylgjast með bilirubin koncen- tration í serum og ekki er þörf neinnar meðferðar. Eins og kemur fram að ofan eru orsakir nýburagulu, aukin myndun á bilirubini, minnkaður útskilnaður í lifur og aukið endurfrásog í þörmum. Mikilvægi þessara þátta er mismunandi í hverju til- felli út af fyrir sig, en í flestum tilfellum eru þeir allir að verki. Mismunagreining er sjaldan vandamál í sambandi við ný- buragulu. Það eru þó nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga. Sé gula sýnileg (bilirubin 7,0mg% eða meira) innan 36 klst. bendir það til aukinn- ar myndunar á bilirubini, sem oftast er afleiðing hemolysu þ.e. ABO misræmis eða sjaldnar RH-misræmis. Fari bilirubin koncentration fram úr 12mg% getur oft verið um hemolysu að ræða s.s. af völdum ABO misræmis. Aukin enterohepatic hringrás er einnig algeng á- stæða, þetta er einkum áberandi hjá þeim börnum sem ekki losna við meconium hægðir á fyrstu 12 klst eftir fæðingu. Sé gula sjáanleg á 8.—9. degi er oftast um truflun á útskilnaði í lifur að ræða. Þetta vandamál sést oftast hjá börnum, sem eru á brjósti. Talið er, að hormone (pregnane 3 d, 2Bdiol) og/eða fitusýrur í brjóstamjólk hafi áhrif á conjugations hæfni lifrar. Sé grunur um slíkt, er oftast nægjanlegt að hætta brjóstagjöf 1 24 klst. Falli bilirubin hratt er bæði um að ræða meðferð og greiningu. Hypothyroidismus er ein orsök langvarandi gulu og því nauð- synlegt að hafa það í huga. Ekki mun farið frekar í mismunagreiningu nýburagulu, en látið nægja að vísa til töflu 1. Albumen binding bilirubins í serum er bilirubin bundið albumen. Bilirubin bundið albumeni kemst ekki inn í taugafrumur, hins vegar ef frítt bilirubin er til staðar, getur það komist inn í tauga- frumur og valdið skemmdum. í þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á því að það er ekki absolute gildi bilirubins í serum, sem segir okkur til um hvort hætta sé á miðtaugakerfisskemmdum eða ekki, held- ur er það bindigeta albumens og þá um leið hvort frítt bilirubin er til staðar. Albumen hefur tvenns konar bindistöðv- ar fyrir bilirubin. Primer bindistöðvar ein á hverju mólekúli, þar sem bilirubin er fast bundið. Og sekunder bindistöðvar, þar sem bilirubin er laust bundið. Þær eru margar á hverju mólekúli. Lyf svo sem sulfa of salicylöt hafa áhrif á bilirubinbindingu svo og fríar fitusýrur, hematin o.fl. Eftir því sem meira af bili- rubini er bundið við sekunder bindistöðvar því meiri hætta á fríu bilirubini í serum. Rannsóknir Fari bilirubin magn í serum fram úr 12mg% er af flestum talið nauðsynlegt að framkvæma vissar rannsóknir til að kom- ast að raun um hvort um sé að ræða ein- ungis nýburagulu eða hvort um er að ræða eitthvað annað vandamál sem gæti orsakað gulu. Eftirfarandi listi gefur hugmynd um helstu nauðsynlegar rannsóknir, en er alls ekki tæmandi. 1. Blóðstatus. Hgb. Hct., — blóðmynd, hvít blóðkorna- talning. Differential talning hvítra blóðkorna. 2. Bilirubin. Direct — indirect. 3. B'lóðflokkun. Móðir — barn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.