Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 56
54
Shands og Steele, rannsökuðu femoral
torsio hjá 238 börnum á aldrinum 3 mán-
aða upp í 16 ára. Hjá börnum á fyrsta ári
eða innan 12 mánaða aldurs var anteversio
á lærleggshálsi u.þ.b. 39°, hjá börnum við
lok 2. árs 31°. Anteversio fór síðan smá
minnkandi, þannig að við lok 10. árs var
meðaltalið um 24° og við lok 16 ára aldurs,
16°.
Hjá fullorðnum hefur við svipaða rann-
sókn fundist að meðaltali anteversio á lær-
leggshálsi, er svarar til 15,3°.
Shands og Steel álíta 10° frávik frá
þessu meðaltali eða frá 15° vera innan eðli-
legra marka.
Klinisk einkenni
Femoral toriso er venjulega til staðar
við fæðingu, en fer ekki að vekja athygli
fyrr en barnið fer að ganga eða venjulega
á 2. ári. Aðalkvörtun foreldra þá er að
barnið sé innskeift. Hné vísa áberandi inn
á við, útlit fótleggja er óeðlilegt og barnið
er klossað í hreyfingum.
Við kliniska skoðun hafa sjúklingar þess-
Mynd 7. — Unglingur með óeðlilega ante-
versio á lærleggshálsum. Standi hann með
fætur beint fram, má sjá að hnéskeljar
snúa inn á við. Sé hins vegar lærleggjum
snúið þannig að hnéskeljar viti fram, er
hann áberandi úlskeifur.
ir mjög aukna innrotation í mjöðmum, en
áberandi minnkaða útrotation. Einkum er
þetta áberandi ef rotationshreyfingar eru
prófaðar með mjaðmir í extension. Sé
rotation hins vegar prófuð með mjaðmir í
flexion eru hreyfingar nánast eðlilegar.
Það skal þó tekið fram að anteversio eða
antetorsio í collum femoris er aðeins einn
hluti af mörgum, sem geta valdið breyt-
ingum á rotationshæfni í mjaðmarliðum.
Meðferð
Meðferð hjá ungum börnum er næsta
lítil þar sem anteversio hefur eins og áður
segir tilhneigingu til að minnka með vax-
andi aldri. Margir mæla þó með því að
reyna að teygja á mjaðmarliðum til að
teygja áhugsanlegum kreppum, en a.ö.l.
fylgist maður með barninu fyrstu æviárin.
það virðist álit flestra að hafi óeðlileg ante-
versio eða antetoriso á lærleggshálsum ekki
lagast við 7—8 ára aldur, sé vafasamt að
það lagist eftir það. Kemur þá vel til mála
eftir þann aldur að gera rotations osteo-
tomiur á lærlegg ef antetorsio er mikil.
Tachdjian ráðleggur rotations osteotomi-
ur á lærlegg ef barnið er orðið 8 ára
eða eldra, ef ekki er hægt að útrotera í
mjaðmarlið fram yfir neutralstöðu með
mjaðmir í extension, ef anteversio mælist
röntgenologiskt vfir 40° og ef kliniskt útlit
er áberandi til lýta.
TIBTAL TORSIO
í fósturlífi er til staðar hjá fóstrinu tölu-
verð internal tibial torsio. Við fæðingu er
staðan orðin 0°, þ.e.a.s. þveröxull í gegnum
malleoli er í sama fleti og þveröxull í Pegn-
um proximal liðflöt tibia. Hiá fullorðnum
er hins vegar normalt til staðar u.b.b. 20°
lateral torsio á tibia. Töluvert erfiðara er
að mæla tibial torsio en femoral torsio. Þó
hafa verið fundnar upp og lýst ýmsum að-
ferðum við að mæla þetta, bæði kliniskt
og röntgenologiskt. Of langt mál yrði þó
að lýsa því hér.
Internal tibial torsio er oft til staðar
samfara meðfæddum metatarsus varus. Oft
er komið með barnið til skoðunar þar sem
það er innskeift og hjólbeinótt. Við athug-
un á internal tibial torsio er þýðingarmikið
að fá vitneskju um hvort þetta ástand sé
til staðar hjá fleiri systkinum eða foreldr-