Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 60
58 með alvarlega hálsbólgu skv. áðurnefndri lýsingu hafi streptokokka sýkingu. Ef háls- bólgan er í meðallagi svæsin, er eins og áður sagði 50% líkur á að barnið hafi streptokokka sýkingu og 50% líkur á veiru- sýkingu. Því verður að telja rétt að með- höndla einnig þessi börn eins og þau öll hafi streptokokkasýkingu. Börn með ein- kenni um væga hálsbólgu ætti að fara með eins og um veirusýkingu væri að ræða og gefa ekki sýklalyf. Val á sýklalyfi til með- ferðar á streptokokka hálsbólgu er mjög auðvelt. Bezta og jafnframt ódýrasta lyfið er penicillin. Þetta er eina lyfið sem nota á til að meðhöndla börn með hálsbólgu nema þau sem hafa ofnæmi gegn penicillini. í þeim tilfellum er rétt að nota t.d. erythro- mycin, sem verkar vel á hemolytiska streptokokka. Það er algjör óþarfi og gæti verið skaðlegt fyrir sjúklinginn að með- höndla streptokokka hálsbólgu með lyf jum með breiðari verkun, eins og t.d. ampicill- ini, tetracyclini eða trimetoprim sulfa- metoxazol lyfi. Hér á landi eru á lyfja- markaði ýmis fenoxymethyl penicillin, bæði í föstu og fljótandi formi sem nota má. Skammturinn er 165 mg = 250 þús. ein. x 3 daglega í 10 daga fyrir börn undir skólaaldri og helmingi stærri skammtur fyrir börn á skólaaldri. Það er rétt að leggja áherslu á, að nauðsynlegt er að gefa 10 daga penicillin meðferð til þess að vera viss um að útrýma streptokokkum úr hálsi sjúklingsins og koma þar með í veg fyrir endursýkingu. Þar sem barninu batnar sjúkdómurinn á nokkrum dögum, eins o.g áður er lýst, er tilhneiging hjá aðstandend- um að rjúfa lyfjakúrinn. Því er nauðsyn- legt að brýna fyrir þeim mikilvægi þess að ljúka lyfjaskammtinum og útskýra fyrir þeim hvers vegna svo er. HÁLS- OG NEFKIRTLATAKA Það er fátt innan barnalæknisfræðinnar, sem valdið hefur jafnhörðum deilum og vakið jafnmikla úlfúð og spuringin um það hvort og hvenær fjarlægja eigi háls- eða nefkirtla úr börnum. Barnalæknar eru gjarnan á öndverðum meiði við háls-, nef- og eyrnalækna, en innan beggja hópanna eru viðhorfin mjög margbreytileg. Þeir, sem umfram allt vilja halda hlífiskildi yfir kirtlunum tala um kirtlatöku sem ágætt próf upp á blæðinga- og storkugalla hjá barninu og einn húmoristinn stakk upp á því, að allar fóstureyðingar skyldu gerðar frjálsar, en hálskirtlataka því aðeins leyfð, að líf móðurinnar væri í hættu. Á hinum vængnum eru svo róttækir aðgerðarmenn sem ekki mega sjá háls- og nefkirtla án þess að nema þá brott, og allir hafa heyrt sögurnar um systkinahópana, sem reknir eru í kaupstaðinn á haustin til kirtlatöku. Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort háls- og nefkirtlar séu einungis til bölvun- ar eða hvort þeir þjóni einhverju gagnlegu hlutverki. Á siðustu árum hefur ýmislegt komið í ljós sem bendir sterklega til þess, að hið síðarnefnda sé rétt. Þessi umdeildu líffæri háls- og nefkirtl- arnir eru hluti af hring sem myndaður er úr lymphoidvef og umlykur nef- og munn- kokið og kenndur hefur verið við Waldeyer og nefndur Waldeyerhringur. Ef sýkingar ná sér niðri á þessu svæði, verður hyper- plasia og hypertrophia á þessum lymphoid- vef. Þetta er eðlilegt fvsiologiskt fyrirbæri og á sér einkum stað á þeim aldri þegar sýkingar eru algengastar, þ.e. á aldrinum 2—5 ára. Lymphoidvefurinn í Waldever- hringnum er byggður upp af T- og B- lymphocytum, sem hafa fullkomna ónæm- ismyndandi hæfileika. Lymphoidvefurinn er þannig staðsettur, að hann kemst í nána snertingu við framandi efni, sem berast inn í líkamann með öndun eða um munn- inn. Það bendir margt til þess, að B-lym- phocytarnir í lymphoidvefnum, sem örv- ast við snertingu við hin framandi efni, leiti út í nálæga slímhúð og breytist þar í mótefnamyndandi plasmafrumur. Það er ljóst að háls- og nefkirtlar eru greinilega uppbyggðir af immunocompetent frumum. Ýmislegt er þó enn á huldu um hlutverk þessara kirtla á sviði ónæmismyndunar og hugsanlegt að þeir gegni öðrum hlutverk- um. Þetta er að mínu áliti mikilvægt að hafa í huga, þegar verið er að meta, hvort fjariægja eigi þessa kirtla eður ei. Háls- og nefkirtlataka er alsenffasta skurðaðíerðin sem framkvæmd er á börn- um. Talið er að ein milión slíkra aðCTerða sé gerð árlega í Bandaríkiunum. Tíðni þess- ara aðgerða hefur verið könnuð víða um lönd. Komið hefur í ljós, að tíðnin er mjög

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.