Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 62
60 unnt að nota graftarskánir á kirtlum til stuðnings kliniskri greiningu. V. Þrýstingur frá foreldrum Margir foreldrar hafa tröllatrú á kirtla- töku sem allsherjarlækningu ýmissa kvilla og reyna með ýmsum ráðum að fá lækninn á sitt band. Þetta getur varla talist undar- legt viðhorf með hliðsjón af því sem áður sagði. Ef t.d. þau 65 börn, sem um gat í fyrrgreindri könnun hefðu gengist undir háls- og nefkirtlatöku, hefðu a.m.k. 5 af hverjum 6 verið við miklu betri heilsu eftir árið og kirtlatökunni sjálfsagt þakkaður batinn. Hafi skoðun okkar og rannsókn á barninu ekki leitt neitt óeðlilegt í Ijós og við erum sannfærð um að ekki sé ástæða til að fjarlægja kirtlana er nauðsynlegt að útskýra málið vandlega fyrir þessum for- eldrum því ella fara þau á stúfana og leita að lækni sem hefur önnur viðhorf og er til í tuskið og reiðubúinn að taka burtu sak- lausa kirtlana. VI. Ýmsar ástæður Fjölmargt annað hefur verið ranglega álitið að unnt væri að leysa með kirtlatöku svo sem lélega matarlyst, ofnæmi, asthma, hitaköst, andfýlu, þreytu, námsleiða, end- urteknar lungnabólgur og margt fleira. Segja má, að indikationir þær sem mælt er með í dag fyrir háls- og nefkirtlatöku séu mjög óljósar. Þó eru flestir sammála um eftirfarandi indikationir fyrir nefkirtla- töku: 1. Stöðug nefstífla vegna stækkaðra nefkirtla Þessi börn eru með hinn dæmigerða adenoidsvip, opinn munn, tómlegan and- litssvip, sigin augnlok og hávaðasama önd- un, einkum um nætur. Ef sýklalyfjameð- ferð í samræmi við ræktun og næmispróf ber ekki árangur og nefkirtlar reynast stækkaðir, annað hvort við kliniska skoðun eða röntgenmyndatöku, er talið rétt að fjarlægja þá. 2. Endurteknar eyrnabólgur Ef barnið hefur endurteknar eða lang- varandi eyrnabólgur, sem ekki svara full- nægjandi lyfjameðferð og ljóst er að barn- ið hefur ekki allergiskan rhinitis sem und- irliggjandi orsök eyrnabólgunnar, getur nefkirtlataka verið mjög áhrifrík lækning. Það er rétt í þessu sambandi að benda á mikilvægi þess að fylgja eftir börnum með eyrnabólgu og skoða þau aftur að lokinni lyfjameðferð. Það sem oft virðist vera end- urteknar eyrnabólgur, getur verið sama sýkingin, sem nær sér á strik æ ofan í æ vegna ófullnægjandi lyfjameðferðar. 3. Cor pulmonale. Þetta er eins og áður sagði sjaldgæf en sjálfsögð indicatio fyrir nefkirtlatöku. Indikationir fyrir hálskirtlatöku. 1. Mjög stækkaðir kirtlar. Ef hálskirtlarnir eru stöðugt það stór- ir að þeir ná næstum saman í mið- línu, án þess að barnið koki og án þess að það hafi hálsbólgu, geta þeir valdið örðugleikum við kyngingu. — Þessa kirtla verður oft að fjarlægja. 2. Endurteknir peritonsillar abscessar. 3. Endurteknir pyogen cervical adenitar. 4. Grunur um æxli. Kontraindikationir fyrir þessum aðgerð- um eru: 1. Stuttur mjúkur gómur, eins og t. d. sést hjá börnum, sem hafa haft klof- inn góm. 2. Blæðingasjúkdómar. 3. Bráð hálsbólga. Það er rangt að líta á háls- og nefkirtla- töku sem lítilfjörlega og ómerkilega skurð- aðgerð. Víða um lönd hefur verið lýst dauðsföllum, bæði vegna aðgerðarinnar sjálfrar og svæfingarinnar og slæmar blæð- ingar koma fyrir á bestu spítölum og hjá bestu háls-, nef- og eyrnalæknum, þótt sjaldgæft sé, sem betur fer. Hafi niðurstaðan orðið sú, að vel athug- uðu máli, að nauðsynlegt sé að fjarlægja kirtla úr barni, ber að haga undirbúningi þess eins og fyrir aðrar skurðaðgerðir. HEIMILDIR 1. Goldbloom, R.B.: The tonsil and adenoid problem. Current Pediatric Therapy 7th Ed. W.B. Saunders Company 1976. 2. Hibbert, J. & Stell, P.M..: Critical evaluation of adenoidectomy. Lancet II. 489-490, 1978. 3. Hibbert, J. & Stell, P.M.: Adenoidectorray. An evaluation of the indications Archives of Dis. Childh. 53, 910-912, 1978,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.