Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 63
61 4. Howard, W.A.: The tonsil and adenoid problem. Pediatric Otolaryngology II. 1091- 1094 W.B. Saunders Company 1972. 5. Lancet I. 700-701, 1978. Indications for adenotonsillectomy. 6. Paradise, J.L.: Why T & A remains moot. Pediatrics 49:648-651, 1972. 7. Paradise, J.L. et al.: History of recurrent Sore Throats as an indication for tonsillec- tomy. N. Engl.j.Med. 298:409-413, 1978. 8. Schmitt, B.D.: Tonsillectomy & Adenoidec- tomy. Current Pediatric Diagnosis & Treat- ment Large Medical Publications 1976. 9. Sprinkle, P.M. & Veltri, R.W.: The tonsils and adenoids. Clinical Otolaryngology 2:153- 167, 1977. Ólafur Stephensen KLINISK GREINING MEÐFÆDDRA HJARTAGALLA Hjartagallar eru algengastir allra meiri- háttar meðfæddra galla. Tíðni þeirra hefur verið könnuð víða um heim, og niðurstöður hafa hvarvetna verið mjög svipaðar. Það hefur komið í ljós, að 1% lifandi fæddra barna hefur einhvers konar hjartagalla. Tíðni þessara galla hefur ekki verið athug- uð hér á landi, en það er ekki ástæða til að ætla að hún sé að neinu verulegu leyti frábrugðin því, sem lýst er í nágranna- löndum okkar. Ef tíðni er sú sama hér á landi og annars staðar, má búast við því að árlega fæðist hér á landi 30—40 börn með slíka galla. Þegar tíðni meðfæddra hjarta- galla er könnuð, eru allir hjartagallar með- taldir, allt frá alvarlegum meiriháttar göll- um, sem valda miklum sjúkdómseinkenn- um strax eftir fæðingu til lítilfjörlegra hjartagalla, sem kannski uppgötvast fyrir hreina tilviljun síðar á lífsleiðinni og hafa hvorki áhrif á heilsufar né lífslengd ein- staklingsins. Hér eru þannig flokkaðir sam- an afar mismunandi einstaklingar með mjög mismikla skerðingu á hjartastarf- semi. Sennilega er ekki fjarri lagi að ætla að um það bil þessara barna hafi hjarta- galla, sem er það alvarlegur, að ekki er unnt að bæta hann með aðgerð og barnið deyr að lokum af hans völdum. Um það bil helmingur mun einhvern tíma á æfinni gangast undir hjartaaðgerð og um það bil xk verður alla tíð einkennalaus og mun aldrei þarfnast neinnar meðferðar. Um helmingur þeirra barna sem deyja af völd- um meðfæddra hjartagalla gera það á fyrstu viku æfinnar og langflest deyja á fyrstu 4 vikunum. Þessar staðreyndir hafa ýtt mjög undir rannsóknir á hjartastarf- semi nýfæddra barna á undanförnum ár- um. Skilningur á náttúrusögu og lífeðlis- fræði meðfæddra hjartagalla nýfæddra barna hefur aukist mjög og miklar fram- farir orðið á rannsóknum og meðferð þess- ara sjúklinga. Jafnframt hafa viðhorf til þessara veiku hjartabarna gjörbreyst á síð- ustu árum. Sú skoðun var lengi ríkjandi, að ungbörn væru of veikburða til að gang- ast undir meiriháttar hjartarannsókn og aðgerð. Meðferðin var því fyrst og fremst konservativ. Brátt kom í ljós, að ungbörnin dóu af völdum hjartagalla, sem unnt var að gera við með stöðugt batnandi skurðtækni. Þetta varð til þess, að afstaðan breyttist smátt og smátt mjög mikið. Viðhorf gagnvart þessum sjúklingum í dag eru þessi: Ef skynsamleg rök mæla með því, að barnið hafi meðfæddan hjartagalla, sem unnt er að lagfæra með bráðabirgða- eða fullnaðaraðgerð og lyfjameðferð gefur ekki von um bata, er hjartaþræðing framkvæmd sem fyrst til þess að kom- ast að réttri sjúkdómsgreiningu. Ef líkur svo benda til þess, að unnt sé að bæta ástandið með skurðaðgerð, er hún framkvæmd án tafar. Þegar haft er í huga, það sem sagt var, að þau ungbörn sem deyja af völdum hjartagalla gera það einkum á fyrstu vikum æfinnar, er ljóst, að oft getur tíminn verið naumur og mikið legið við, að barnið komist sem fyrst í viðeigandi athugun og meðferð. Til þess að þetta megi takast, er nauðsyn- legt að almenni læknirinn, sem skoðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.