Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 65
63 svo á, að barnið hafi hjartasjúkdóm og brýnt, að rannsaka það nánar. Rétt er þó að leggja ríka áherzlu á það, að ungbörn með meiriháttar hjartagalla geta haft al- veg eðlilega hjartahlustun. Hér hefur fyrst og fremst verið fjölyrt um greiningu hjartagalla hjá ungbörnum. Það má fullyrða, að framfarir í sjúkdóms- greiningu og lyfja- og handlæknismeðferð ungbarna með meðfædda hjartagalla hafa bætt horfur þeirra verulega á undanförn- um árum. Flest börn með alvarlega hjartagalla komast fljótlega undir læknishendur. Segja má, að örlög þeirra flestra ráðist á fyrsta árinu. Á því ári gerist yfirleitt annað tveggja, að þau gangast undir árangursríka skurðaðgerð eða látast af völdum hjarta- gallans. En sagan er ekki þar með öll. Meðfæddir hjartagallar eru greindir fram eftir öllum aldri og jafnvel þekkist enn, að slíkir gall- ar séu greindir, eftir að sjúklingur hefur náð fullorðinsaldri. Þegar fyrstu æfidögunum sleppir, verður hjartahlustunin veigamikill þáttur í al- mennu mati á barninu. Hver hjartagalli hefur sín ákveðnu sérkenni, bæði hvað snertir hjartahlustun og rannsóknir, en ekki er tóm til að lýsa einstökum göllum og sérkennum þeirra hér og nú. Hins vegar er rétt að fara nokkrum orðum um það al- mennt, hvernig meta skal barn með hjarta- óhljóð. Mikilvægt er, að það sé gert á réttan hátt, bæði svo að unnt sé að greina sem fyrst hjartagalla, sé hann fyrir hendi og eins ekki síður til að koma í veg fyrir, að frískt og heilbrigt barn með saklaust hjartaóhljóð verði álitið hjartveikt. Sérhvert barn með hjartaóhljóð á rétt á vandlegri líkamsskoðun, sem felur í sér m.a. þreifingu eftir æðaslætti í öllum út- limum, blóðþrýstingsmælingu og nákvæma hjartahlustun. Eftir að óhljóðið hefur verið staðsett í systolu eða diastolu og staðurinn fundinn, þar sem það heyrist hæst, er styrkleikinn ákvarðaður. (Sjá Töflu I.) Saklaust óhljóð er venjulega stutt, lág- tíðnihljóð af I. eða II. gráðu. Hafa ber í huga, að afköst hjartans geta haft áhrif á styrkleika óhljóðsins. Hækkaður líkamshiti, áreynsla, blóðleysi, kvíði og annað sem eykur hjartaafköstin getur magnað óhljóð- ið. Sum saklaus óhljóð hafa ákveðin sér- kenni og eru auðþekkjanleg. Önnur eru vafasöm. Ef kröftugri óhljóð heyrast og ef barnið virðist hafa einkenni frá hjarta, ber að athuga barnið nánar með röntgen- myndatöku af hjarta og lungum og hjarta- línuriti. Börn með II.—III. gráðu óhljóð sem lítið breytast með vaxandi aldri, geta, þrátt fyrir eðlilega röntgenmynd og eðli- legt línurit haft væg lokuþrengsli eða gat í skilvegg í hjartanu og þarfnast reglu- bundins eftirlits af þeim sökum. Ef barn með hjartaóhljóð hefur að auki óeðlilegt hj artalínurit, eða óeðlilega hjarta- lungnamynd, eru líkur á, að barnið hafi meðfæddan hjartagalla, sem þarfnast frek- ari athugunar. Aðrar óblóðugar rannsóknaraðferðir, svo sem hjartahljóðrit, vectorcardiogram, echocardiogram og áreynslupróf, geta varp- að frekara ljósi á vandamálið. TAFLA I Skifting hjartaóhljóSa eftir styrkleika (Levine) 1. gTáða lágvært hljóð, sem heyrist ekki fyrr en hlustað hefur verið nokkra stund. 2. gráða lágvært hljóð ,sem heyrist strax og byrj- að er að hlusta. 3. gráða í meðallagi kröftugt hljóð. 4. gráða hávært hljóð, sem veldur titringi á brjóstgrind, sem finnst við þreifingu (fremitus) 5. gráða hávært hljóð, sem þó heyrist því aðeins að hlustunarpípa nemi við brjóstkassann. 6. gráða mjög kröftugt hljóð, sem heyrist þótt hlustunarpípu sé lyft frá brjóstkassa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.