Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 76
74 þroskastöðnun á ganglion-frumum heila- barka. Nýlega hafa Japanir sýnt fram á lesionir í heilastofni margra þeirra barna, sem til krufningar hafa komið og er hér um að ræða gliosis, holumyndanir eða demyelinization. Þessar pathologisku breyt- ingar eru oft af óþekktum orsökum, en má stundum rekja til sýkinga á meðgöngu, til fæðingaráverka eða heilaanoxiu, eða til efnaskiptasjúkdóma, svo sem phenylketon- uriu. Bretar vilja halda því fram, að u.þ.b. 30% ungbarnaspasma megi rekja til tuber- ous sclerosis, sem er í flokki neuroectoder- mosa, ásamt neurofibromatosis og Sturge- Weber‘s syndrome. Þá hafa sumir viljað skella skuldinni á trivax-bóluefnið og þá einkum kíghóstapartinn í því, en erfitt hefur reynst að sanna samhengið þarna á milli. Tíðni: 1:3000-4000 lifandi fæddra barna. Einkenni Ungbarnaspasmanna verður venjulega fyrst vart frá eins til þrettán mánaða ald- urs. Þeir eru algengastir allra epileptiskra krampa innan tveggja ára. Þessir krampar samanstanda af skyndilegum, stuttum rykkjum, oftast með flexio á höfði og út- limum, eins og barninu verði snögglega bilt við. Einstöku sinnum sést einnig ex- tensio á útlimum og höfuð reigist aftur í opisthotonus. Þessir kippir koma oftast nokkrir saman í röð, hver á eftir öðrum, gjarnan 8—10 í einu með 5—15 sekúndna millibili. Eftir hvert kast slappar barnið af og rekur venjulega upp öskur og er því ósjaldan villst á þessu og svokölluðum magakrömpum (colic), einkum í upphafi. Helst verður krampanna vart, er barnið vaknar upp af svefni eða skömmu eftir matargjöf. Tíðni kastanna er mjög mis- munandi, allt frá einu með fleiri daga millibili, upp í 200 á dag.1 Greining Heilarit er mjög gagnlegt til greiningar þessarar tegundar floaveiki, þar sem nær öll börnin sýna svokallaða hypsarrhythmia, sem eru óreglulegar, dreifðar, samfelldar, háspenntar bylgjur og toppar í öilum eortex-regionum. Rétt er að skoða vel húð- ina á þessum börnum, þar sem fölhvítir húð-nevi á fyrsta ári geta bent til tuberous sclerosis, þótt seinna meir beri fremur á hinum dæmigerðu lesionum á andliti, adenoma sebaceum. Ef fengið er loftence- phalogram, má oft sjá dilatatio á ventri- culum og cortical atrophiu og stundum porencephalus. Horfur Ungbarnaspasmar hætta venjulega sjálf- krafa eftir 3ja ára aldurinn. Hins vegar fær u.þ.b. helmingur þessara barna seinna meir annað hvort focal eða general epilepsi. Langflest barnanna eru meira og minna vangefin og mörg þurfa á hælisvist að halda og autistisk hegðun er algeng. Mörg eru spastisk eða paretisk og koma aldrei til með að geta farið sinna eigin ferða. Þar við bætist, að nálega fjórðungur þeirra deyja fyrstu þrjú árin, svo horfurnar eru vægast sagt bágbornar. Meðferð Ýmsir telja, að því fyrr, sem þessi börn eru greind og meðhöndluð, sem fyrst og fremst miðar að því, að halda krömpunum í skefjum, því betri útkomu megi vænta, með tilliti til andlegs þroska. Meðferðin við ungbarnaspösmum er sér- stæð, að því leyti, að hún hefur til þessa ekki byggt á venjulegum flogaveikilyfjum. Áhrifamesta lyfið er vafalítið ACTH, sem er gefið inn í stórum skömmtum, 60—120 einingar 2svar á dag í minnst tvær vikur. Áframhaldandi meðferð byggðist áður fyrr fyrst og fremst á nitrazepam (Mogadon) 0.2—l.Omg/kg/dag og síðar á nýrra, skyldu lyfi, clonazepam (Rivotril), 0.02—0.2mg/ kg/dag, sem virðist þó tæpast verka eins vel. Ennþá nýrra lyf, sem lofar nokkuð góðu við ungbarnaspasma, er sodium val- proat (Depakin), 20—30mg/kg/dag. ÁREITIKRAMPAR (Convulsiones ex emotione, breath holding spells, reflex anoxic seizures) Það, sem oft hefur verið kallað affect krampar eða andarteppuköst, eru krampar, framkallaðir af einhvers konar áreiti frá umhverfi. Oftast er hér um viðbrögð að ræða, sem einkennast af reiði, hræðslu eða sársauka. Þessi köst sjást aðeins hjá börn- um yngri en 7 ára, byrja yfirleitt í lok fyrsta ársins og ná hámarkj á öðru ári,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.