Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 79
’ 77 einni gjöf, sem þýðir allt að 150mg fyrir ársgamalt barn.2 7 Þessir háu skammtar virtust ekki hafa merkjanleg áhrif á hjart- sláttarhraða eða öndun, að visu urðu börn- in nokkuð syfjuð, en auðvelt reyndist að vekja þau upp! Hvort sem notuð væri oral eða i.m. phenemal-meðferð, ætti þetta að fyrirbyggja frekari krampa næsta hita- sólarhringinn, sem er hvað varasamastur. Nokkuð hefur hins vegar verið umdeilt, hvernig haga skuli áframhaldandi hita- krampameðferð. Vilja sumir aðeins gefa hitalækkandi stíla, sem einnig innihalda Phenemal, þegar hita verður vart. Hins vegar er ljóst orðið, að þetta er þýðingar- lítil meðferð, þar sem hitakrampinn kemur oftast í upphafi hitahækkunar og í u.þ.b. þriðjungi tilfella, áður en foreldrar hafa hugmynd um að barnið hafi hita. Einnig er sannað, að það tekur u.þ.b. viku að ná krampalægjandi serum-styrkleika á venju- legum rectal skömmtum. Samanburðar- rannsóknir, sem tóku til 355 barna, sýndu fram á, að intermittent rectal Phenemal- meðferð, gefin, þegar hita varð vart, var jafn áhrifalítil, eins og ef ekkert Phenemal var gefið.10 Hinu er ekki að neita, að hita- lækkandi verkun phenactins eða aspirins í stílunum hefur á sinn hátt einhver vernd- andi áhrif. Á hinn bóginn mætti maður e.t.v. frekar taka mið af fyrrnefndum rann- sóknum og gefa barni, sem hefur haft einn hitakrampa, 12mg af Phenemali per kg per os. í byrjun síðari hitakasta og reyna að halda hitanum í skefjum með öðrum ráð- um en einhverjum kockteilstílum. Hið eina, sem virðist þó nokkuð öruggt til fyrirbyggingar frekari hitakrömpum, er stöðug Phenemal-meðferð. Vegna þess, að 50% barnanna fá aðeins eitt hitakrampa- kast, bíða flestir eftir öðrum hitakrampan- um og hefja þá stöðuga Phenemal-meðferð, einkum ef einhver hinna 3ja áhættuþátta er fyrir hendi, ef barnið er innan eins árs, eða hefur óeðlilegt heilarit. Gefa má Phenemal í einum skammti að kvöldi, 5mg/kg, eða nægilegan skammt til að við- halda serum-styrkleika meira en 15microg/ ml. Haldið er áfram Phenemal-meðferð, þar til barnið hefur verið krampafrítt í a.m.k. tvö ár. Phenytoin er talið gagnslaust til varnar hitakrömpum. Enn er deilt um það, sem e.t.v. mestu máli skiptir, hvort fyrirbyggjandi Phene- mal-meðferð hafi áhrif á langtímahorfur þessara barna, en sammála eru menn um, að þörf er yfirgripsmeiri prospectivra rannsókna. HEIMILDIR 1. Gamstorp, I.: Pediatric neurology. Ed. Appleton-Century-Crofts, New York, 1970. 2. Jalling, B.: Plasma and cerebrospinal fluid concentrations of Phenobarbital in infants given single dosis. Devrel. Med. Child neurol. 16:781, 1974. 3. Knudsen, F.U.: Plasma-Diazepam in in- fants after rectal administration in solution and by suppository. Acta Paediatr. Scand., 66:163, 1977. 4. Laxdal, Þ. et al.: Cyanotic and pallid syn- copal attacks in children (breath-holding spasms). Develop. Med. and Child NeuroL, 11:755, 1969. 5. Melchior, J.C.: Infantile spasms and early immunisation against whooping cough (Danish survey from 1970—1975). Arch. Dis. Child., 53:134, 1977. 6. Nelson, K.B. og Ellenberg, J.H.: Prognosis in children with febrile seizures. Paedia- trics 61:720, 1978. 7. Pearce, J.L. et al: Phenobarbital in the acute management of febrile convulsions. Paediatrics, 60:569, 1977. 8. Rutter, M. et al.: Role of routine investi- gations in children presenting with the first febrile convulsions. Arch. Dis. Child., 52: 188, 1977. 9. Stephenson, J.P.B.: Reflex anoxic seizures („white breathholding"): nonepileptic vagal attacks. Arch. Dis. Child., 53:193, 1978. 10. Wolf, S.M. et al.: The value of Pheno- barbital in the child, who has had a single febrile seizure: A controlled prospective study. Paediatrics, 59: 378, 1977.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.