Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
7
Stofa 101, mánudagur 7. desember
Kvensjúkdómar og
sjúkdómar kvenna
Fundarstjóri: Reynir T. Geirsson
E-1
E-2
E-3
E-4
E-5
Reynir T. Geirsson
Vilhjálmur Rafnsson
Hólmfríður Gunnarsdóttir
Hólmfríður Gunnarsdóttir
Vilhjálmur Rafnsson
09.10-09.25
09.25-09.40
09.40-09.55
09.55-10.10
10.10-10.25
ATHUGUN MEÐ HENDINGARVALI Á NOTKUN
ÓMSKOÐUNAR UM LEGGÖNG TIL AÐ FINNA ÆXLI
I EGGJASTOKKUM; ÁRANGUR I ÓMSKOÐAÐA
HÓPNUM.
Rfivnir T. GRirsson. Þóröur Óskarsson og Kristján
Sigurösson, Kvennadeild Landspitalans og
Krabbameinsfélagi Islands, 101 Reykjavlk.
Ómskoöun um leggöng er notuö I vaxandi mæli til
aö meta æxli og aörar meinsemdir I grindarholi
kvenna. Meö framvirkri athugun, þar sem beitt er
hendingarvali I skoöunar og viömiöunarhópa, er nú
veriö aö kanna gildi ómskoöunar umfram venjubundna
þreifingu til aö finna æxli I grindarholi.
Á 11 mánaöa tíma voru 2563 konur, 40-79 ára,
sem komu á Leitarstöö Krabbameinsfólagins I
Reykjavík, beönar um að taka þátt I athugun þar sem
helmingi kvennanna var boðin transvaginal ómskoðun
til viðbótar venjubundinni grindarholsþreifingu.
Tölvustýrt hendingarval sem tók tillit til aldurs,
barneigna, brottnáms legs og fjölskyldusögu um Lynch
type II krabbamein var notað. Þáttöku neituöu 540. Af
2023 þáttakendum var aðeins gerö þreifing hjá 1011,
en 1012 voru valdar til ómskoðunar aö auki. Af þeim
mættu 971 til skoöunar. Ómskoöun var gerö óháö þvi
hvaö fannst viö þreifinguna. Skuröaögeröir voru
framkvæmdar samkvæmt fyrirfram fastsettri
meöferöaráætlun, ef um var að ræöa æxli/blöðru yfir
5 cm I þvermál eöa grunsamleg æxli.
Grunur um sjúkdóm í grindarholi var hjá 120
konum (12.4%). Af þeim fóru 58 (6 %) I aðgerð en
62 (6.4%) var fylgt eftir meö ómskoöun. Blöörur eða
eexli á eggjastokkum fundust hjá 78 konum (7.3%).
Opin skuröaðgerö var gerð hjá 20. I 8 tilvikum var
vökvi sogaöur um leggöng úr blöðrunni. Öörum var
fylgt eftir meö ómun. Fjórar konur voru meö
einkennalaus illkynja æxli í eggjastokkum (3 af stigi
la, eitt af stigi II). Hjá 30 konum var grunur um
afbrigðilega legslimhúö; hjá öllum var gert útskaf.
Tvær reyndust vera meö legbolskrabbamein (stig la).
Tvær konur voru bæöi meö meinsemd I legholi og
eggjastokkum og í 10 öörum tilvikum varð þörf á
frekara efirliti eöa aðgerö.
Þessi forathugun bendir til þess aö notagildi
rimskoöunar um leggöng geli verið verulegl til leitar aö
æxlum I grindarholi kvenna, þar sem 6 einkennalaus
æxli, þar af 4 I eggjastokkum, fundust. Skurðagerðir
vegna gruns um æxli uröu samt ekki of margar.