Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 50
48
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
KÖNNUN Á D-VÍTAMÍN BÚSKAP ÍSLENDINGA.
Krislin Maenúsdóltir. Þorvaldur Veigar Guðmundsson
og Elín Olafsdóttir.
Lífefnafræðistofu Háskóla íslands.Vatnsmýrarvegi 16,
101 Reykjavík.
Á flestum Vesturlöndum hafa farið fram
víðtækar rannsóknir á D-vítamínbúskap þjóðanna.
Aðeins ein slík kerfisbundin rannsókn hefur verið gerð
hér á landi af Dr. Laufeyju Steingrímsdóttur.
Niðurstöður hennar bentu m.a. til að D-vítamín skortur
geti verið orsakaþáttur 10-15% brota í lærleggshálsi
meðal aldraðra Islendinga.
D-vítamtn er ekki virkt efni fyrr en það hefur
hydroxylerast tvisvar í líkamanum, fyrst í lifur, svo í
nýrum. l,25(OH)2Vitamín, virka formið, telst nú til
hormóna, þar sem það stjórnar bæði frásogi kalsíums
og kölkun beina. Skortur veldur beinkröm í börnum
og beinmeyru f fullorðnum, og vægur skortur getur
haft áhrif á það livort bein fulikalka eða ekki.
Niðurstöður Laufeyjar og margra annarra benda
til þess að miðstigið, 25(ÓH) D-vítamfn, endurspegli
best D-vítamín búskapinn, þ.e. D-vítamín neyslu,
frásog og nýmyndun í húð. I ljósi þess var ákveðið að
setja upp aðferð til að mæla eingöngu 25(OH)D-
vítamínið í sermi.
Aðferðinni má skipta í þrjú skref: Útdrátt,
aðskilnað og magngreiningu.Við útdrátt er notað
acetonitrile til að rjúfa steróíða-prótein tengi f sýnunum
og Sep Pak C18 súlur til að aðgreina steróíða frá
öðrum fituefnum. Aðskilnaður á D-vítamín afleiðum
fer fram með HPLC tækni á Nucleosil C18 súlu.
Magngreining er gerð með HPLC á Zorbax-Sil súlu og
25(OH)D mælt við 254 nm. Fylgst er með heimtum f
öllum sýnum með því að bæta geislamerktri afleiðu út f
sýnin fyrir útdrátt og eru Iokaniðurstöður leiðréttar
með tilliti til talningar eftir Iokaskreftð.
Safnað hefur verið blóðsýnum úr fjórum
aldurshópum Islendinga: unglingum, ungu fólki,
miðaldra og öldruðum. Niðurstöður mælinga á þessum
sýnum eru kynntar.
HAGNÝTING SLÁTURDÝRAVEFJA TIL
E 66 LÍFEFNAVINNSLU
Hörður Filippusson
Lífefnafræðistofu Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavik
Vefir sláturdýra hafa verið mikilvægt hráefni til
vinnslu ensíma, próteina og annarra lífefna og
lífefnaiðnaður byggði lengi fyrst og fremst á þessum
grunni. Hér á landi hefur lífefnaiðnaður ekki verið
stundaður. Þó fellur til mikið hráefni við siátrun
sauðfjár, nautgripa, hrossa, svtna , kjúklinga og
eldisfiska. Þetta hráefni er nú nær alveg ónotað og
veldur umtalsverðri mengun er því er fargað.
Á Lffefnafræðistofu hefur verið unnið að
athugun á möguleikum á því að vinna verðmæt efni
eða aukaafurðir úr sláturúrgangi. Athugun á
markaðsmöguleikum leiddi í ljós að unnt er að vinna
margskonar afurðir úr þessu hráefni, sem selja má til
notkunar í matvælaiðnaði, lyfjagerð, snyrtivöruiðnaði
ofl. Hráefni héðan af landi kunna að eiga góða
möguleika, m.a. vegna mengunarlauss umhverfis og
fárra sjúkdóma í húsdýrum. Vænlegast virðist í
fyrstu að framleiða frostþurrkað vefjaduft, prótein úr
blóði og ensím úr brisi og lifur.
Nokkur rannsóknaverkefni, bæði fræðileg og
hagnýt, eru í gangi í tengslum við þetta. Þau beinast
annars vegar að gerð og eiginleikum lífefna úr sauð-
fjárvefjum, en hins vegar að tækni við vinnslu lífefna f
því augnamiði að skapa tæknilegt forskot.
Aðstaða til hreinvinnslu próteina og ensíma í
smáskala og fjölvirk mælitækni fyrir ensím og prótein
með tölvuvæddri gagnatöku hafa verið settar upp.
Unnið er að nýjungum á sviði griptækni
(affinity-tcckni), m.a. tækni til vinnslu próteinkljúfandi
ensfma úr briskirtlum með gripfjölliðum f
örsíunarkerfum.
Úr lifur hafa verið einangruð tvö esterasaensfm
með mismunandi sérvirkni og eiginleikar þeirra
rannsakaðir. Stefnt er að þróun aðferðar til að vinna
þessi ensím á stærri skala.
Unnið er að þróun ensímaðferða til vinnslu
hýdrólýsata úr próteinum með það að markmiði að
framleiða peptíð á skilgreindum mólmassabilum.
Gerð verður almenn grein fyrir þessum
rannsóknaverkefnum sem flétta saman fræðilegt starf
og hagnýt markmið.