Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 32
32 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 E gg BLIND BÖRN Á ÍSLANDI Guðmundur Viggósson, sérfræðingur á, Augndeild Landakotsspítala og yfirlæknir Sjónstöðvar Islands Safnað var saman upplýsingum um öll blind og verulega sjónskert börn á íslandi, sem fædd voru á árunum 1974- 1991, þ.e. 17 ára og yngri þann 31. desember 1991. Þau reyndust 67 og var fjöldi í hverjum árgangi frá 0 (1981) upp í 8 (1977) eða 3,7 að meðaltali á ári. Nýgengi á tímabilinu var 0,87%o. Dreifing meðal kynja var nokkuð ójöfn eða 58,2% drengir og 41,8% stúlkur (1,39/1). Rétt er að taka fram að allar tölur eru lágmarkstölur hvað varðar blindu meðal barna, þar sem aðeins eru tíunduð þau börn sem skráð hafa verið á Sjónstöð Islands. Sjónskerðing er heldur ekki alltaf ljós fyrr en barn hefur náð vissurn aldri og á það sérstaklega við um vangefin börn. Hvað búsetu barnanna varðar áttu hlutfallslega flest lögheimili á Suðurlandi, Suðurnesjum og Reykjavíkur- svæðinu en fæst á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Meðalalgengi var 0,26%o. Stuðst er við alþjóðlegar reglur (WHO) varðandi skilgreiningu á blindu og sjónskerðingu. Blinda (blindness) er skilgreind sem sjón <3/60 (0,05) á betra auga með besta gleri eða sjónvídd <10°. Með slíka sjón eiga menn erfitt með að fara um á ókunnugum stað og lestur er illmögulegur, jafnvel með bestu sjónhjálpartækjum. Sjóndepra er skilgreind sem sjón <6/18 (0,3) á betra auga með besta gleri eða siónvídd <20°. Með slíka sjón er lestur torveldur með venjulegum lestrargleraugum þrátt fyrir góða lýsingu. Sjónskert reyndust 32 barnanna (47,8%) en blind 15 (22,4%). Alblind eða því sem næst voru 12 (17,9%). Með óvissa sjónskerðingu 20 (29,9%). Erfitt er oft að ákvarða sjónskerðingu hjá ungum börnum. Algengasta sjúkdómsgreiningin var sjóntaugarrýrnun alls 10 börn (14,9%), fast þar á eftir komu augntin (nystagmus) 9 (13,9%) og hvítingjaháttur (albinismus) 8 (11.9%). Sjaldgæfari voru: Meðfædd sjónurýrun (hereditary retinal dystrophy), meðfætt ský á augasteini (congenital cataracta), 5 börn í hvorum hópi (7.5%). Enn fágætari voru svo fyrirbura augnveiki (retinopathia of prematurity), algjör litblinda (achromatopsia), blinda vegna galla á miðtaugakerfi (cerebral amblyopy) og augnvöntun (congenital anophthalmos) með 3 (4.5%) hvert. Aðrar orsakir voru enn sjaldgæfari, en samtals voru sjúkdómsgreiningar 24. Um orsakir er það helst að segja að lang fiest skaðast á fósturskeiði eða 57 (85.1%). Af þeim voru 38 án þekkts litningagalla. Við fæðingu eða á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu sköðuðust 4 (6.0%), þar af 3 vegna fyrirbura augnveiki. Fimm börn (7.5%) urðu fyrir augnskaða síðar á ævindi, þar af 2 vegna sýkinga og 2 vegna slysa. Þegar þessi 67 sjónskertu börn eru fiokkuð eftir fötlunum kemur í ljós að 33 (49.3%) eru aðeins sjónskert, 27 (40.3%) bæði sjónskert og vangefin, 5 (7.5%) sjónskert og hreyfihömluð, 1 (1.5%) sjónskert og heyrnarskert og 1 (1.5%) sjónskert, vangefið og heymarskert. E 40 ELSCHNIGS PERLUR 0G TREF3AMEIN 1 AUGA MEÐ GERVIAUGASTEINI. Örn Sveinsson. Augndeild Háskólasjúkrahússins i Bergen og augndeild Landakots. Eftir fjarlægingu augasteins vegna elli drers á sér stundum stað þykknun í augasteinshýði. Við smásjárskoðun í raufarlampa getur þetta litið út eins og hálf-gegnsæ perlu-þyrping og er þá kennt við Elschnig. Trefjamein (fibrillopathy, exfoliation syndr- ome) er sjúkleg breyting, sem stundum sést í augum eldra fólks og getur t.d. leitt til i11- vígrar gláku. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að skoða örgerð Elschnig perla og hins vegar að athuga hvort myndun trefja (fibrils) í auga með þekktu trefjameini gæti haldið áfram eftir að fjarlægt hafði verið ellidrer og settur í augað gerviaugasteinn. Skoðað var augasteinshýði frá einstaklingi, sem fékk gerviaugastein settan á venjulegan hátt í hýðispoka vinstra auga. Fyrir ísetn- ingu gerviaugasteinsins var sýnt fram á trefjamein. Ári seinna lést viðkomandi. Tólf klukkustundum eftir andlátið var gerviauga- steinninn fjarlægður og augasteinshýðið lagt í 2% glútaraldehýö. Það var síðan undirbúið fyrir skoðun í ljóssmásjá og rafeindasmásjá ("scanning" og transmission"). Elschnig perlu-þyrpingin, í útjaðri auga- steinshýðispokans, var mynduð af risafrumum sem tengdust saman með tvenns konar tengjum: ("gap-junction" og "desmosome like structures"). Frumurnar lituðust jafnt og höfðu fá frumulíffæri. Áberandi sjálfeyðing sást á sumum svæðum í þyrpingunni. 1 útþekju augasteinshýðisins sáust umfangs- miklar breytingar, dæmigerðar fyrir trefja- mein. Út frá holum í yfirborði útþekjunnar stóðu trefjar og mynduðu lagskiptingu djúpt í augasteinshýðinu ásamt "Busacca runnum" a yfirborði hýðisins. Örgerð risafrumna þeirra sem mynda Elschnig perlu-þyrpinguna er að mörgu leyti lík örgerð augasteinsþráða, sem gæti bent til sameiginlegs uppruna beggja frá útþekju auga- steins. Myndun trefja virðist geta haldið áfram í útþekju í leifum augasteinshýðis eftir að settur hefur verið gerviaugasteinn í augað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.