Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 30
30 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 Stofa 101, mánudagur 7. desember Augu II Fundarstjóri: Friðbert Jónasson E-36 Sigríður Þórisdóttir 16.05-16.20 E-37 Ingimundur Gíslason 16.20-16.35 E-38 Hörður Þorleifsson 16.35-16.50 E-39 Guðmundur Viggósson 16.50-17.05 E-40 Örn Sveinsson 17.05-17.20 E 36 Gervitáradropar með 2 HPP cyclodextrin og cholesteroli. Sigríður Þórisdóttir, Einar Stefánsson, Porsteinn Loftsson, Hafrún Friðriksdóttir, Þór Sigfússon, Örn Guðmundsson. Háskóli íslands, læknadcild, lyfjafræði lyfsala. Lyfjaverslun ríkisins. Þurrkur í auga er algent vandamál og geta legið að baki margvíslegar orsakir. Táraftlma augans samanstendur af þremur þáttum, mucinlagi, vatnslagi með uppleystum söltum og yst er fitulag sem dregur úr uppgufun. Gervitáradropar eru notaðir til að draga úr einkennum um augnþurrk en þeir sem eru á markaðnum I dag innihalda yfirleitt aðeins saltvatn. Við þróuðum nýja tegund gervitóra og reyndum að líkja eftir eðlilegri tárafilmu. Prófað var nýtt leysiefni, 2HPþ cyclodextrin sem gerir mögulegt að leysa lipid og fitu- leysanleg efni í vatnslausn. Við notuðum cholesterol 0.05% sem fituleysanlegan þátt, auk þess innihéldu þessir dropar saltvatn og eru isotoniskir. Til þess að meta notagildi þessara cyclodextrin/lipid táradropa ffamkvæmdum við klíníska rannsókn í þremur áföngum. í fyrsta áfanga voru könnuð eituráhrif, settur 1 dropi I eitt auga hjá 4 einstaklingum. Þeir gengust undir mælihgu á sjón, augnþrýstingi ásamt raufarlampaskoðun af yfirborði augans áður en dropinn var settur í og síðan 30 og 60 mín. sfðar. Enginn fann fyrir óþægindum og klínisk skoðun var óbreytt. f öðrum áfanga fengu 6 sjúklingar gervitáradropaglas heim með sér til notkunar 3svar á dag, í eitt auga, í eina viku. 4 fengu einnig Isoptonaturale tíl notkunar í gagnstætt auga tíl saman- burðar. Allir gengust undir kh'níska skoðun fyrir og eftir nolkun, spurt var um óþægindi og ávinning af meðferð. Skoðun var óbreytt hjá 5, f einu tílfelli hafði útlit hom- himnu batnað. 3 lýstu betri líðan af báðum dropum, 1 taldi cyclodextrin/lipiddropa betri. Annar þeirra sem notuðu eingöngu okkar dropa taldi einkenni minnka . Engir alvarlegir fylgikvillar greindust. í þriðja áfanga gerðum við tvfblinda rannsókn sem tóku þátt í 8 einstaklingar með væg einkenni um þurrk f auga. Þeir fengu 2 dropaglös merkt H og V, fyrir hægra og vinstra auga, til notkunar 3svar á dag í 4 vikur. Sjúklingar skráðu niður jákvæð og neikvæð áhrif í hvoru auga. Engin breyting var á sjónmælingu og augnþrýstíngi en útlit homhimnu batnaði á báðum augum hjá einum sjúklingi. 5 töldu sig hafa gagn af báðum dropum, í 2 tilfellum var lýst betri líðan af cyclodextrin/lipid dropum og einn taldi Isoptonaturale dropana betri. Okkar niðurstaða er að cyclodextrin/lipid gervitáradropar þolast vel og hafa góð áhrif á einkenni um þurrk í auga Ekki er marktækur munur á áhrifum þessara dropa samanboriö við Isoptonaturale hjá fólki með vægan augnþurrk. Fyrirhuguð er rannsókn hjá fólki með slæm einkenni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.