Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 60
56
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
Stofa 101, þriðjudagur 8. desember
Hjarta- og æðasjúkdómar II
Fundarstjóri: Guðmundur Þorgeirsson
E-79
E-80
E-81
E-82
E-83
Guðmundur Þorgeirsson
Björn Einarsson
Þorsteinn Gunnarsson
Valgerður Edda Benediktsdóttir
Valgerður Edda Benediktsdóttir
15.35- 15.50
15.50-16.05
16.05-16.20
16.20-16.35
16.35- 16.50
FARALDSFRÆÐILEG ATHUGUN Á HJARTABILUN Á ÍSLANDI
E 79 HJARTAVERNDARRANNSÓKNIN.
Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason,
Nikulás Sigfússon. Rannsóknarstöð Hjartavemd-
ar og Lyflækningadeild Landspitalans.
Hjartabilun er alvarlegt sjúkdómsástand,
sem orsakast getur af margvíslegum hjartasjúk-
dómum. Hjartastækkun er eitt af einkennum
hjartabilunar, sem minnst er háð dagsveiflum
og áhrifum meðferðar. í rannsókn Hjartavernd-
ar var kannað algengi og aldursdreifing hjarta-
stækkunar og áhrif hjartastærðar á lifun
þátttakenda. 1 5 áföngum rannsóknarinnar voru
teknar 15630 hjarta- og lungnamyndir af körlum
sem gerðu mögulegt aó meta hjartastæró. Um
konur liggja fyrir 11D62 stærðarákvarðanir úr
4 áföngum. Hjartastærð var tjáð sem rú^senti-
metrar á fermetra líkamsyfirborós (cc/m ).
Hjarta var talió stæk^aó ef hjartarúmmál karls
var meira en 550 {jc/m og hjartarúmmál konu
meira en 500 cc/m .
Algengi hjartastækkunar meðal karla lá á
bilinu 1.5-4% allt fram undir fimmtugt, en
hækkaði síóan nokkuð bratt með aldri upp í
14.1% í aldurshópnum 70-74 ára og 21% í hcpnum
75-79 ára. Algengi hjartastækkunar var ívið
lægra meðal kvenna, en aldursdreifing var
áþekk, frá 1.5% í yngstu hópum upp í 12.7% í
aldurshópnum 70-74 ára.
Áhrif hjartastæróar á dánarlikur úr krans-
æðasjúkdómi var metió með fjölþáttagreiningu
Cox, þar sem einnig var tekið tillit til aldurs
blóóþrýstings i slagbili, kólesteróls i blóði
og reykinga. Hjartastærð reyndist mjög mark-
tækur sjálfstæður áhættuþáttur meðal beggja
kynja. Meðal karla jókst áhættan um 1.004 2
(0.4%) við aukningu hjartarúmmáls um 1 cc/m
en um 1.005 (0.5%) meðal kvenna.
Unnt er aö bera saman vægi hinna ýmsu áhættu
þátta með þvi að bera saman þá hlutfallslegu
áhættuaukningu sem fylgir stalfráviki hvers
áhættuþáttar. í slikum samanburói vóg aldur
þyngst, þá kólesteról, en siðan hjartastærð
á undan blóðþrýstingi.
Nióurstöður þessarar rannsóknar sýna, aó
algengi hjartastækkunar er mjög háð aldri, og
að hjartastærð er öflugur sjálfstæður áhættu-
þáttur þess aó deyja úr kransæðasjúkdómi og
vegur hlutfallslega álika þungt hjá báóum
kynjum.