Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
45
BEINI’ÉTTNIMÆLINGAR
í ÍSLENSKUM KONUM
Katrín R. SigiirOardóUir. Birna Jónsdóttir,
Smári Kristinsson, Gunnar Sigurðsson.
Lyflækningadeild og Röntgendeild Borgarspítalans,
Rannsóknarstöð Hjartavemdar.
Beinþéttni var mæld í fremri hluta framhandleggs
408 reykvískra kvenna á aldrinum 20-84 ára. Hópurinn
var að meginhluta úrtak úr hóprannsókn Hjartaverndar og
að hluta slembiúrtak úr íbúaskrá Reykjavíkur sem þátt
hafði tekið í beinþéttnimælingu á hryggjarliðum
framkvæmdum á Borgarspítala.
Beinþéttnin (bone mineral density, g/cm2) var mæld
með single photon absorptiometry (125I) á Osteometer
DT 100. Ómarkvísi mælingaraðferðarinnar var um 1%.
Meðalbeinþéttnin í framhandleggsbeinum (radius/-
ulna) hélst stöðug frá tvítugsaldri og fram yfir fimmtugt
en þá lækkaði hún logarithmiskt, um 3.3% á ári næstu
fimm árin en eftir 65 ára aldurinn var beintapið innan við
l%áári.
Gerður var samanburður við beinþéttnimælingar
Borgarspftalans á hryggjarliðum kvenna (mæld með
tölvusneiðmyndartækni) sem sýndi að beintap þar byrjar
fyrr (um 47 ára aldur) og er um 4.4% á ári fyrstu fimm
árin eftir tíðahvörf en lækkar niður í um 1% á ári eftir 65
ára aldur.
Niðurstöður þessara mælinga benda til
beinþynningar sem nemur 20-30% á fyrsta áratug eftir
tíðahvörf íslenskra kvenna.
MAT Á ÁRANGRI AF NISSEN FUNDOPLICATION
VIÐ BAKFLÆÐI í VÉLINDA.
Tómas Kristiánsson. Kristján Guðmundsson, Jónas
Magnússon.
Bakflæði á súru magainnihaldi upp f vélinda er
algengur kvilIi.Einkenni geta verið misjöfn, en þau
helstu eru brjóstsviði og bakflæði, en
kyngingarörðugleikar og brjóstverkir eru sjaldgæfari.
Sjúklingar voru greindir með bakflæði í vélinda
(gastro-oesophageal reflux disease) með aðstoð 24 tíma
ambulatory pH-mælinga gengust síðan undir Nissen's
Fundoplications-aðgerð. Niðurstöður mælinga eftir
aðgerð voru bomar saman við mælingar fyrir aðgerð.
Bakflæði, greint með pH-mælingu minnkaði markvert
(p<0.05). Lengd intra abdomen hluta neðri hringvöðva
vélinda jókst marktækt (p<0.05). Einkenni um
brjóstsviða og bakfiæði hurfu, brjóstverkir minnkuðu
en kyngingarörðugleikar voru óbreyttir.
Við ályktum að Nissen's Fundoplication við bakflæði í
vélinda sé áhrifarík aðgerð til að minnka bakfiæðið og
lengja intra abdomenal hluta neðri hringvöðva.