Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 28
28
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
00 NÝ AÐFERÐ TIL MÆLINGA Á MAGNI OG
t OO ISÓTÝPUSAMSETNINGU Á OPSÓNERUÐUM
MÓTEFNAFLÉTTUM.
Jóna Freysdóttir, Ingileif Jónsdóttir. Ásbjörn Sigfússon,
Kristján Steinsson og Helgi Valdimarsson.
Rannsóknastofu Háskólans i Ónæmisfræði, Landspítala.
Virkni sumra sjálfsofnæmissjúkdóma tengist
magni og isótýpusamsetningu mótefnaflétta í blóði.
Margar aðferðir hafa verið notaðar til að mæla
mótefnafléttur, en flestar eru seinlegar og ónákvæmar,
auk þess sem mismunandi próf greina ekki endilega
samskonar mótefnafléttur.
Við höfum þróað næmt og áreiðanlegt ELISA
próf til að ákvarða magn og ísótýpusamsetningu
opsóneraðra mótefnaflétta (sem innihalda afurð
komplimentvirkjunar, C3d) i blóði. Aðferðin er
fljótleg, krefst ekki útfellingar á mótefnafléttum úr
sýnum og truflast ekki af gigtarþáttum eða friu C3d,
sem geta verið i töluverðu magni i sýnum sjúklinga
með sjálfsofnæmi.
Ferskt EDTA-plasma er fryst og geymt við -
70°C uns það er notað til mælinga. Með prófinu má
einnig greina samsetningu mótefnaflétta m.t.t.
mismunandi isótýpa. ELlSA-bakkar eru húðaðir með
mótefnum gegn C3d, sem veiða niótefnaflétlur úr
blóðvökvanum. Flétturnar eru siðan greindar með
mótefnum gegn IgM, lgG eða lgA, sem tengd eru
alkaliskum fosfatasa, en virkni hans endurspeglar magn
mótefnafléttanna.
Með þvi að nota FtabL hluta mótefna gegn
C3d til húðunar á ELISA bökkunum var hægt að koma
i veg fyrir að gigtarþættir trufluðu prófið, en það
gerist ef húðað er með heilum mótefnum. Fetta er
mikilvægt, þar sem mörg sýni sjúklinga með
sjálfsofnæmi innihalda gigtarþætti. Við höfum einnig
sýnt fram á að fritt C3d, sem myndast við
komplimentræsingu, truflar ekki bindingu
mótefnafléttanna við C3d mótefnin á ELISA
bökkunum, jafnvel ekki í styrk sem er mun hærri en
nokkru sinni finnst i sjúklingasýnum.
ísótýpusértækar mótefnafléttur voru mældar í
plasma 66 heilbrigðra blóðgjafa og 95% efri
viðmiðunarmörk voru ákvörðuð fyrir mótefnafléttur af
IgM-, IgG- og IgA-gerð. Breytileiki innan og milli
prófa var 7-27%. Með þessu prófi gátum við mælt
hækkun á magni mótefnaflétta i plasma sjúklinga með
mótefnafléttusjúkdóma. Mótefnafléttur voru myndaðar
iit vitrn og opsóneraðar mismikið. Mælingar í ELISA
prófinu voru bornar saman við mælingar i öðru prófi,
sem byggir á hæfni flétta til að ræsa komplíment
(complement consumption assay, CCA), og reyndist
vera marktæk fylgni (r=0.92) mótefnafléttumagns, sem
mældist með þessum tveim aðferðum.
Til að meta notagildi ELISA-prófsins við mat á
sjúkdómsvirkni væri æskilegt að mæla sýni frá stærri
hópum sjúklinga og bera saman við kliniskt mat og
mælingar með fleiri aðferðum sem meta
mótefnafléttur og komplimentvirkni.
E 34 IILUTDEILD MANNA-BINDIPRÓTÍNS Í
ÓNÆMISVÖRNUM LÍKAMANS.
Guðmundur Jóhann Arason. Steffen Thiel* og Helgi
Valdimarsson.
Rannsóknastofu Háskólans i Ónæmisfræði,
Landspítalanum og *Inst. Med. Microbiol., Árósum.
Mannan-bindiprótein (MBP) er kalsíum-háð
lektin sem svipar mjög til komplementþáttar Clq bæði
hvað varðar byggingu og hlutverk. I’að er talið
mikilvægt fyrir ósértæka opsóneringu örvera.
Rannsóknir hafa sýnt að um 30-40% sjúklinga með
afbrigðilega tiðni sýkinga mælast lágir í opsoninvirkni.
Við höfum mælt opsoninvirkni i 190
fullorðnum og 280 börnum. bessir einstaklingar höfðu
flestir sögu um afbrigðilegar sýkingar. Notað var próf
sem byggir á gersveppnum Saccharomyccs cerevisiae.
Opsoninvirkni reyndist gölluð i 75 (40%) fullorðinna
og 69 (25%) barna. Magn MBP var mælt með ELISA
aðferð i 270 þessara sjúklinga, og reyndist vera náin
fylgni milli opsoninvirkni og MBP magns. bau fáu
sýni sem sýndu veruleg frávik hafa liklega
komplementgalla eða mótefni gegn S. cerevisiae.
bessar niðurstöður benda til að MBP sé
mikilvægur stuðningsþáttur í vörnum líkamans gegn
örverum, og þá liklega fyrst og fremst þeim sem
innihalda mikið af mannan.