Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
63
W O RÉTTAREFNAFRÆÐILEGAR RANNSÓKNIR Á
DAUÐSFÖLLUM AF VÖLDUM ELDSVOÐA
Jakob Kristinsson1, Þorkell Jóhannesson1 og Ólafur
Bjamason7, Rannsóknastofu í lyfjafræði1, Háskóla
íslands og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg2.
Veggspjaldið skýrir frá niðurstöðum réttarefna-
fræðilegra rannsókna á dauðsföllum af völdum elds-
voða, sem urðu á tímabilinu 1971-1990. Málum þess-
urn hafði verið vísað til réttarlæknisfræðilegra og rétt-
arefnafræðilegra rannsókna í Rannsóknastofur í réttar-
læknisfræði og í lyfjafræði við Háskóla Islands.
Efniviður rannsóknarinnar var 28 karlar og 8 kon-
ur á aldrinum 3ja til 74 ára (meðalaldur 45,3 ár).
Þrjátíu og tveir létust í eldsvoða I íbúð eða öðru
ívcruhúsnæði, þrír um borð í fiskiskipi og einn á
vinnustað.
Koloxíðmettun blóðrauða var ákvörðuð með ljós-
fallsmælingu í útfjólubláu ljósi. Etanól var ákvarðað
með gasgreiningu á súlu. Önnur lyf eöa eiturefni
voru oftast ákvörðuð með gasgreiningu eða vökva-
greiningu.
Koloxíðmettun blóðrauða mældist á bilinu 0-84%,
meðalgildi 53,5 %. Var talið að 14 einstaklingar
hefðu látist úr koloxíðeitrun eingöngu (koloxíðmelt-
un blóðrauða 49-84%, meðalgildi 65,5%). Aðrir
höfðu látist af völdum bruna eða samverkandi áhrif-
um koloxíðeitrunar og bruna. Koloxíðmettun blóð-
rauða í þeim, sem létust úr koloxíðeitrun eingöngu,
var nokkru lægri en mælst hefur við koloxíðeitranir af
útblásturslofti bifreiða (47-84%, meðalgildi 73,0%).
Var munur þessi marktækur (t-próf, P<0,01). Er
niðurstaðan í samræmi við þá skoðun, að aðrar
eitraðar loftegundir en koloxíð geti átt hlut að máli
við dauðsföll af völdum eldsvoða.
Tuttugu og fjórir einstaklingar (75%) höföu neytt
áfengis skömmu fyrir andlátið (etanól I blóði 0,47-
4,37 o/oo, meðalgildi 2,34 o/oo). Var áfengisneysla
algengari og ölvun jafnframt meiri en í banaslysum,
sem urðu af öðrum orsökum á þessu tímabili. Mun-
urinn var í báðum tilvikum marktækur (Chi-kvaðrat,
P<0,01, t-próf, P<0,01). Önnur lyf en etanól komu
ekki við sögu með marktækum hætti.
Rannsóknir okkar sýna, að dauðsföll af völdttm
eldsvoða hér á landi verða oftast í kjölfar mikillar
áfengisneyslu. Kemur það vel heim við niðurstöður
fyrri rannsóknar, sem náði yfir tímabilið 1966-1970
(Þ. Jóhannesson & Ó. Bjarnason 1971). í efniviði
okkar fundust einnig vísbendingar um að koloxíð og
etanól séu ekki einu eitrunarvaldarnir, sem máli skipta
við eldsvoða.
V 3 ÁKVÖRÐUN Á PRAVASTATÍNI í SERMI MEÐ
HÁÞRÝSTIVÖKVAGREININGU OG FASTFASA-
ÚRIILUTUN
Þorbjörg Kjartansdóttir', Jakob Kristinsson' og Svanur
Kristjánsson2, Rannsóknastofu 1 lyfjafræði1 og lyf-
lækningadeild Borgarspítalans í Reykjavík2.
Þróuð var aðferð til að rnæla pravastatín í sermi
með háþrýstivökvagreiningu. Lyftð var einangrað úr
1 ml af sermi með svonefndri fastfasaúrhlutun (solid-
phase extraction) og voru til þess notuð Bond-Elut ®
Q hylki. Við vökvagreininguna var notuð C, súla,
Supelcosi! ® LC-8, 15 cm löng og 4,6 mm að inn-
anmáli. Einnig var notuð C„ forsúla, af gerðinni Wa-
ters Resolve ®.
Flæðivökvinn var samsettur úr 78% af 30 mM trí-
etýlammóníumasetati, pH 7,4 og 22% af acetónítríli.
Hiti í súlu var 40°, og öldulengd skynjara 238 nm.
Flæði var 1,5 ml/mín. Heimtur við úrhlutun voru
83,6 + 5,1% (meðaltal ± S.D., n=6). Góður aðskiln-
aður fékkst á pravastattni og aðalumbrotsefni þess 3-
hýdroxý-pravastatíni.
Fastfasa úrhlutun reyndist mun betur en venjuleg
vökva/vökva úrhlutun. Bæði var næmi mun meira og
jafnframt minni truflanir af völdum annarra efna
(hreinni svörun). Greiningarmörk pravastatfns voru 2
ng/ml, miðað við að hlutfall svörunarmerkis og bak-
gruniis (signal to noise ratio) sé 3,0.
Staðalgröf voru línuleg frá 5-75 ng/ml. Fráviks-
hlutföll (C.V.) við endurteknar mælingar í sömu mæli-
lotu og frá einni mælilotu til annarrar voru <6,3%.
Sýnt er með dæmi hvernig þessi aðferð var notuð til
þess að rannsaka lyfjahvörf pravastatíns.