Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
17
Stofa 201, mánudagur 7. desember
Geðlækningar
Fundarstjóri: Lárus Helgason
E-17 Kristinn Tómasson 10.10-10.25
E-18 Tómas Zoéga 10.25-10.40
E-19 Ernir Snorrason 10.40-10.55
E-20 Helga Hannesdóttir 10.55-11.10
17 ÁFENGISSÝKI OG UMFERÐARÓHÖPP.
Kristinn Tómasson. Þórarinn Gíslason, Júlíus
Björnsson, Helgi Kristbjarnarson.
Geödeild Landspítalans.
Umleröaslys valda miklu heilsu- og eignatjóni
ár hvert. Ein af ástæðum slíkra slysa er áfengis-
sýki. Þaö er ekki einvörðungu að hætta sé á, aö
áfengissjúklingur valdi slysum þegar hann er
ölvaöur, heldur einnig þegar hann er aö jafna sig
eftir drykkju.
Markmið þessarar rannsóknar var aö kanna
hvort íslensk þýöing á bandarísku skimprófi, svo
kölluöum "CAGE" spurningum, geti bent á hóp
áfengissjúkra sem séu í sérlegri hættu í umferðinni.
Umferöarráö útvegaöi lista yfir 475 ökumenn
sem ekið hafa út af, slys þar sem einn bíll hefur
veriö á ferö. Banaslys eru þó ekki meðtalin. Til
samanburöar voru valdir 1000 einstaklingar úr
þjóöskrá með slembitölu. "CAGE" spurningarnar
fjórar voru þýddar á íslensku. Þeir sem svara
þremur eða fleirum eru grunaöir um áfengissýki.
Yfir 70% svöruöu úr báöum hópum. í slysa-
hópnum voru hlutfallslega meira en tvisvar sinnum
fleiri grunaöir um áfengissýki og stafaöi munurinn
fyrst og fremst vegna þeirra sem voru 20 ára og
yngri. Meöal þeirra var hlutfall áfengissjúkra
fjórfalt hærra í slysahópnum en samanburöar-
hópnum.
Niðurstööurnar benda til, aö brýnt sé aö líta
eftir ungu fólki, sem misnotar áfengi í umferðinni,
og er vafamál hvort þaö ætti aö fá ökuskírteini fyrr
en eftir tvítugs aldur.