Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
83
35 TJÁNING Á CA-125 PRÓTEÍNI í
BRJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM.
Sigfríður Guðlaugsdóttir, Helea M Öemundsdóttir.
Jóhannes Björnsson* og Sigurrós Jónasdóttr*.
Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði,
Krabbameinsfélagi íslands, og ’Rannsóknastofa
Háskólaris í meinafræði við Barónsstíg.
CA-125 próteinið hefur verið þekkt alllengi serr
einkennissameind fyrir krabbamein í eggjastokkum og
finnst bæði utan á æxlisfrumunum og í sermi
sjúklinganna. Einnig hefur verið sagt frá hækkuðum
CA-125 gildum í sermi sjúklinga með annars konar
krabbamein, þar á meðal brjóstakrabbamein, svo og í
ýmsum bólgusjúkdómum og í meðgöngu. CA-125
sameindin frnnst víða i fósturvefjum af ectoderm eða
coelom uppruna.
Við höfiim notað tvö ný einstofna mótefni, sem
bindast við formalín-festan vef (Harðardóttir o.fl.) til
að gera mótefnalitanir á bijóstakrabbameinsæxlum,
bæði frumæxlum og meinvörpum. Af 47 frumæxlum
sýndu 22 (47%) litun með báðum mótefnum og 29
(61.7%) lituðust með öðru eða báðum mótefnum.
Tvö litunarmynztur sáust: 1) efra borð þekjufrumna
ásamt gangainnihaldi, eins og áður hefiir verið lýst í
mjólkandi brjósti og 2) umfrymisbólur eins og finnst í
apókrín kirtlum. Mynztur 1) eingöngu sást í 4 (14%)
sýnum, mynztur 2) eingöngu í 14 (48%) og bæði
mynztur í sama sýni í 11 (38%) tilvikum. Auk þess
sást í 6 sýnum litun hringinn i kringum fiumurnar. í
11 sýnum úr æxlisfríum vef sást mynztur 1) eingöngu
í öllum. Þrettán af 22 eitlameinvörpum tjáðu CA-125
og oliast með mynztri 2). Þegar borin voru saman
sýni úr frumæxli og meinvarpi úr sama sjúklingi var
nokkur tilhneiging í þá átt að tjáningin væri minni í
meinvarpinu. Aðeins þrír af 29 sjúklingum með CA-
125 jákvæð æxli mældust með marktækt hækkuð
CA-125 gildi í sermi. Engin fylgni reyndist vera milli
tjáningar á CA-125 og eftirtalinna þátta: aldurs,
meinvarpa, hormónaviðtaka, mögnunar á ErbB2
æxlisgeni og dánartíðni. CA-125 próteinið er þannig
oft tiáð i brióstakrahbameinsæxlum, mælist mun
sjaldnar i sermi oe virðist ekki tengiast horfúm enda
þótt huesanleet hlutverk þess við að minnka
frumusamloðun hefði eetað bent til þess.