Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 85 07 ÁHRIF GABA OG GLYCINE OG HAMLARA Á LJÓSSVÖRUN MULLER (GLIA) FRUMA OG SJÓNHIMNURIT VATNAKÖRTU (Xenopus laevis) Lór Evsteinsson og Ársæll Amarsson Rannsóknastofa H.I. í lífeðlisfræði. Sjónhimnurit (electroretinogram, ERG) er raflífeðlisleg skráning á heildarsvörun sjónhimnu við ljósi. Þau ferli sem nú em talin liggja að baki ERG er K+-flæði inn í Muller (glia) frumur vegna ljóssvörunar ljósnema og tvískauta fmma (bipolar cells)1. Það sem helst styður þessa tilgátu er að glutamate afleiður sem sérhæft fjarlægja ljóssvörun "ON-center" tvískauta fruma fjarlægja einnig sérhæft b- bylgju ERG, og þær sem fjarlægja ljóssvörun "OFF-center" tvískauta fruma fjarlægja d- bylgju ERG3. Nú er vitað að hamlandi taugaboðefnin GABA og Glycine hafa einnig sérhæfð áhrif á ljóssvömn tvískauta fruma í xenopus 2- en lítil áhrif á ljóssvörun annarra taugafruma í ytri hluta sjónhimnu. Við höfum athugað hvort þessi taugaboðefni og hamlarar þeirra hafi samsvarandi sérhæfð áhrif á ERG og ljóssvömn Muller fmma. Skráð var ERG með örskautum frá yfirborði sjónhimnu í yfirflæddum augnbolla (superfused eyecup). Einnig var skráð himnuspenna Muller (glia) fruma með innanfrumu- örskautum. Ljósertingu var stjórnað með ljósbekk. Tímasetningu ljósertingar var stjómað með ljóslokara. Niðurstöður vom að GABA og glycine hafa ósérhæfð áhrif til minnkunar á bæði b- og d-bylgju ERG og fjarlægja alla ljóssvörun Muller fruma. Picrotoxin og strychnine auka spennu ERG og spennu Ijóssvörunar Muller fruma. Þessar niðurstöður styðja ekki þá tilgátu að ljóssvömn Muller fruma og b- og d-bylgja ERG endurspegli starfsemi tvískauta fruma3. Hugsanlegt er að þessi áhrif eigi sér rætur í verkan á innri hluta sjónhimnu, sennilega amacrine fmmur, þar sem vitað er að þessar frumur losa GABA og glycine sem taugaboðefni. 1. Miller, R.F., og Dowling, J.E., J. of Neurophysiol., 33, 3, 323-341, 1970. 2. Stone, S., og Schutte, M.; Visual Neurosci., 7,363-376,1991. 3. Stockton, R.A., og Slaughter, M.M.; J. of Gen. Physiol., 93, 101-122, 1989. 3Q ÁHRIF KARBÓANHYDRASABLOKKARA Á AUGNÞRÝSTING í KANÍNUM Hafrún Friöriksdóttir, Sigríöur Þórisdóttir, Anna M Siguröardóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson Háskóli íslands, læknadeild, lyfjafræöi lyfsala, Augndeild Landakotsspítala Mörg lyf eru í dag notuð til meðferðar við gláku. Eitt þeirra eru karbóanhydrasablokkarar sem gripið er til ef önnur lyf lækka þrýsting ekki fullnægjandi. Fram til þessa hefur það verið mest notað í töfluformi þar sem karbóanhydrasablokkarar eru yfirleitt torleystir í vatni. Við þróuðum nýtt lyfjaform og könnuðum áhrif þess á augnþrýsting í kanínum. Búin var til vatnslausn af 2 karbóanhydrasablokkerum, annarsvegar acetazólamíði 9,5 mg/ml og hinsvegar etoxyzólamíði 3mg/ml. Notað var til þess 2-hydroxypropyl-P-cyclodextrin sem hefur þann eiginleika að geta aukið vatnsleysanleika fitusækinna efna. Til þess að meta áhrif þessa nýja lyfjaforms á augnþrýsting framkvæmdum við klíniska rannsókn á kanínum. Augnþrýstingur var mældur á 20 mín fresti í 90 mín fyrir lyfjagjöf. Einn dropi af lyfi var gefinn í eitt auga og hitt haft til viðmiðunar. Augnþrýstingur var síðan mældur í báðum augum á 30 mín fresti í allt að 5 klst. Gerðar voru 10 tilraunir fyrir hvort lyf fyrir sig. Niðurstöður við prófun á acetazólamíðblöndu sýndu að augnþrýstingur lækkaði í báðum augum en þó meira í þvf auga sem fékk lyf. Munurinn var mestur um 2,5 mmHg, 2 1/2 klst eftir lyfjagjöf. Sömu niðurstöður komu fram fyrir elhoxyzólamíð en þar var munur milli augna minni, u.þ.b. 1 mmHg. Karbóanhydrasablokkarar á vatnsleysanlegu formi lækka augnþrýsting í kanínum. Þetta lyfjaform þolist vel og cngar aukaverkanir komu fram. Næsta skref rannsóknar- innar verður að kanna áhrif á augnþrýsting í mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.