Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 97
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
93
Klínískar rannsóknir II
V-50 Reynir T. Geirsson
V-51 Þorsteinn Njálsson
V-52 Þorsteinn Njálsson
V-53 Guörún Marteinsdóttir
V-54 Ásta Thoroddsen
V-55 Júlíus K. Björnsson
V-56 Andrés Magnússon
V-57 Jóhann Axelsson
V-58 Ragnheiöur Haraldsdóttir
V-59 Jóhann Ág. Sigurðsson
V-60 Reynir T. Geirsson
V 50 Fylgir háþrýstingi í meOgöngu aukin
hætta á hjarta- og æOasjúkdómum síOar á
æ v i n n i ?
Lilja S. Jónsdóttirl, Reynir Amgrímssonl’3, Revnir T.
GeirssonI. Nikulás Sigfússon^, 1 Kvennadeild,
Landspítalanum, Reykjavik, ^Hjartavernd, Reykjavik,
og ^Duncan Guthrie Institute of Medical Genetics,
Glasgow, Skotlandi.
Til að athuga langtima áhrif háþrýstings í
meðgöngu á lífslíkur og síðari hjarta- og æðasjúkdóma,
var konum sem vistuðust með háþrýsting í meðgöngu
(140/90 mm Hg og hærra) á Landspítalanum árin 1931-
47 fylgt eftir og síðara heilsufar þeirra flokkað m.t.t.
slíkra sjúkdóma.
Af 7543 konum sem fæddu á þessu tímabili voru
374 með háþrýsting. Vitneskja fékkst um síðar heilsufar
hjá 337 (68% frumbyrjur). Haft var samband við þær
sem voru á lífi og þeir beðnar um að svara styttum
spurningalista Hjartaverndar, sem ætlað er að benda til
háþrýstings- og kransæðasjúkdóma. Allar sem náðist til
voru skoðaðar. Upplýsingar um þær sem dáið höfðu
fengust úr dánarvottorðum, en að auki var reynt að
athuga krufninga- og sjúkraskýrslur.
Enn á lífi þegar skoöun fór fram 1991 voru 166
(49%), en 171 voru dánar. Af öllum hópnum höfðu 285
(70% frumbyrjur) lifað 20 ár eða lengur eftir
fæðinguna. Af þeim höfðu 64% haft háþrýsting og 34%
sögu um kransæðasjúkdóm áður en þær létust eða voru
skoðaðar.
Af frumbyrjum fengu 29% kransæðasjúkdóm,
en 46% af fjölbyrjum (X2=7.5; P=0.006). Varðandi
háþrýsting voru samsvarandi tölur 63% og 66% (ekki
marktækur munur). Meðal þeirra kvenna sem fengu
alvarlegan meðgönguháþrýsting eða fæðingakrampa
(n=81) voru 34% síðar með kransæðasjúkdóm og 68%
háþrýsting, en meðal kvenna með vægari háþrýsting í
meðgöngu (n=l 19) voru 26% með kransæðasjúkdóm
og 55% með háþrýsting. Ekki var marktækur munur
milli þessarra hópa.
Af 171 sem voru látnar 1991, höfðu 80 dáið fyrir
65 ára aldur (13 dóu við fæðinguna). Af þessum 171
voru 91 (53%) frumbyrjur, en meðal þeirra reyndust 37
(41%) hafa sögu um kransæðasjúkdóm og 37 (41%)
háþrýsting. Meðal fjölbyrja (n=63), voru 30 (48%) með
kransæðasjúkdóm og 36 (57%) með háþrýsting.
Hjá konum sem fá háþrýsting í meðgöngu
virðast kransæðasjúkdómar og háþrýstingur algengt
vandamál síðar á ævinni. Nauðsynlegt er að athuga
hvort tfðnin er hærri en við er að búast í þessum
aldurshópum.