Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 92
88
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
V 42
Veirur, sýklar og sníklar
V-42 Karl Skírnisson
V-43 Einar G. Torfason
V-44 Sigrún Guðnadóttir
V-45 Sigrún Guðnadóttir
V-46 Bergljót Magnadóttir
V-47 Sigurður Einarsson
V-48 Helga Erlendsdóttir
V-49 Magnús Gottfreðsson
SNÍKJUDÝR í VILLTUM REFUM
(ALOPEX LAGOPUS) Á ÍSLANDI
Karl Skírnisson og Matthías Eydal.
Tilraunastöö Háskóla íslands í meinafræöi,
Keldum, Pósthólf 8540, 128 Reykjavík.
Leitað var sníkjudýra í meltingarvegi 50 villtra
refa sem veiddir voru á árunum 1986-1987 á
svæðinu frá Þingvöllum vestur og norður um til
Eyjafjarðar. Tuttugu og átta refir voru frá strand-
svæöum (strandrefir) en 22 voru veiddir inn til
landsins (heiðarefir).
Fjörtíu og fjórir refanna voru meö sníkjudýr.
Eftirfarandi 15 tegundir fundust (sýkingartíöni er
sýnd í sviga): Elnfrumungar (Protozoa): Eimeria
sp. og/eöa Isospora sp. (4%). Ögður (Trema-
toda); Cryptocotyle lingua (24%), Plagiorchis ele-
gans (4%), Brachylaemus sp. (12%), Notoco-
tylidae (10%) og Spelotrema sp. (8%).
Bandormar (Cestoda): Mesocestoides canis-
lagopodis (72%), Schistocephalus solidus (2%)
og Diphyllobothrium dendriticum (4%). Þráð-
ormar (Nematoda): Toxascaris leonina (50%),
Toxocara canis (2%), Uncinaria stenocephala
(4%) og egg lungnaormsins Capillaria aerophila
(6%). Krókhöfðar (Acanthocephala): Polymorp-
hus meyeri (8%) og Corynosoma hadweni (2%).
í strandrefum fundust 14 sníkjudýrategundir en
einungis 5 í heiðarefum. Strandrefir hýstu að
meöaltali fleiri tegundir (3,1) en heiðarefir (1,1).
Sníkjudýrabyröi strandrefanna var ennfremur
mun meiri, þeir sem mest voru sýktir hýstu tugi
þúsunda sníkjuorma.
Einungis fjórar tegundanna voru áöur þekktar
sem sníkjudýr hér á landi en ellefu voru ókunnar.
Sex tegundanna höföu ekki áöur veriö staöfestar
sem sníkjudýr í heimskautaref. Engir bandormar
fundust sem á lirfustigi mynda sulli I sauöfó.