Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 50
48 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 KÖNNUN Á D-VÍTAMÍN BÚSKAP ÍSLENDINGA. Krislin Maenúsdóltir. Þorvaldur Veigar Guðmundsson og Elín Olafsdóttir. Lífefnafræðistofu Háskóla íslands.Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Á flestum Vesturlöndum hafa farið fram víðtækar rannsóknir á D-vítamínbúskap þjóðanna. Aðeins ein slík kerfisbundin rannsókn hefur verið gerð hér á landi af Dr. Laufeyju Steingrímsdóttur. Niðurstöður hennar bentu m.a. til að D-vítamín skortur geti verið orsakaþáttur 10-15% brota í lærleggshálsi meðal aldraðra Islendinga. D-vítamtn er ekki virkt efni fyrr en það hefur hydroxylerast tvisvar í líkamanum, fyrst í lifur, svo í nýrum. l,25(OH)2Vitamín, virka formið, telst nú til hormóna, þar sem það stjórnar bæði frásogi kalsíums og kölkun beina. Skortur veldur beinkröm í börnum og beinmeyru f fullorðnum, og vægur skortur getur haft áhrif á það livort bein fulikalka eða ekki. Niðurstöður Laufeyjar og margra annarra benda til þess að miðstigið, 25(ÓH) D-vítamfn, endurspegli best D-vítamín búskapinn, þ.e. D-vítamín neyslu, frásog og nýmyndun í húð. I ljósi þess var ákveðið að setja upp aðferð til að mæla eingöngu 25(OH)D- vítamínið í sermi. Aðferðinni má skipta í þrjú skref: Útdrátt, aðskilnað og magngreiningu.Við útdrátt er notað acetonitrile til að rjúfa steróíða-prótein tengi f sýnunum og Sep Pak C18 súlur til að aðgreina steróíða frá öðrum fituefnum. Aðskilnaður á D-vítamín afleiðum fer fram með HPLC tækni á Nucleosil C18 súlu. Magngreining er gerð með HPLC á Zorbax-Sil súlu og 25(OH)D mælt við 254 nm. Fylgst er með heimtum f öllum sýnum með því að bæta geislamerktri afleiðu út f sýnin fyrir útdrátt og eru Iokaniðurstöður leiðréttar með tilliti til talningar eftir Iokaskreftð. Safnað hefur verið blóðsýnum úr fjórum aldurshópum Islendinga: unglingum, ungu fólki, miðaldra og öldruðum. Niðurstöður mælinga á þessum sýnum eru kynntar. HAGNÝTING SLÁTURDÝRAVEFJA TIL E 66 LÍFEFNAVINNSLU Hörður Filippusson Lífefnafræðistofu Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16 101 Reykjavik Vefir sláturdýra hafa verið mikilvægt hráefni til vinnslu ensíma, próteina og annarra lífefna og lífefnaiðnaður byggði lengi fyrst og fremst á þessum grunni. Hér á landi hefur lífefnaiðnaður ekki verið stundaður. Þó fellur til mikið hráefni við siátrun sauðfjár, nautgripa, hrossa, svtna , kjúklinga og eldisfiska. Þetta hráefni er nú nær alveg ónotað og veldur umtalsverðri mengun er því er fargað. Á Lffefnafræðistofu hefur verið unnið að athugun á möguleikum á því að vinna verðmæt efni eða aukaafurðir úr sláturúrgangi. Athugun á markaðsmöguleikum leiddi í ljós að unnt er að vinna margskonar afurðir úr þessu hráefni, sem selja má til notkunar í matvælaiðnaði, lyfjagerð, snyrtivöruiðnaði ofl. Hráefni héðan af landi kunna að eiga góða möguleika, m.a. vegna mengunarlauss umhverfis og fárra sjúkdóma í húsdýrum. Vænlegast virðist í fyrstu að framleiða frostþurrkað vefjaduft, prótein úr blóði og ensím úr brisi og lifur. Nokkur rannsóknaverkefni, bæði fræðileg og hagnýt, eru í gangi í tengslum við þetta. Þau beinast annars vegar að gerð og eiginleikum lífefna úr sauð- fjárvefjum, en hins vegar að tækni við vinnslu lífefna f því augnamiði að skapa tæknilegt forskot. Aðstaða til hreinvinnslu próteina og ensíma í smáskala og fjölvirk mælitækni fyrir ensím og prótein með tölvuvæddri gagnatöku hafa verið settar upp. Unnið er að nýjungum á sviði griptækni (affinity-tcckni), m.a. tækni til vinnslu próteinkljúfandi ensfma úr briskirtlum með gripfjölliðum f örsíunarkerfum. Úr lifur hafa verið einangruð tvö esterasaensfm með mismunandi sérvirkni og eiginleikar þeirra rannsakaðir. Stefnt er að þróun aðferðar til að vinna þessi ensím á stærri skala. Unnið er að þróun ensímaðferða til vinnslu hýdrólýsata úr próteinum með það að markmiði að framleiða peptíð á skilgreindum mólmassabilum. Gerð verður almenn grein fyrir þessum rannsóknaverkefnum sem flétta saman fræðilegt starf og hagnýt markmið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.