Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Qupperneq 8
8
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
lensku og réttritun og ég hef búið að þeirri
kennslu alla tíð síðan. Fröken Guðlaug Arason
kenndi okkur skrift og var á sinn hátt sérstæð eins
og Jóa í Jötu! Hún hafði jafnan spanskreyr úti í
horni, sem var tilbúinn ef einhver hegðaði sér
ekki vel. Hún þéraði alltaf börn þekkts fólks og
þar með þéraði hún Svanhildi systur mína og mig.
Svanhildur lærði fallega skrift hjá henni, en ég hef
aldrei skrifað vel, en þó greinilega. Aðrir kennar-
ar voru Elías Bjarnason, sem kenndi okkur landa-
fræði og reikning, séra Bjarni Hjaltested, kristin-
fræði og dönsku. Guðmundur Jónsson kenndi
teikningu, sem var mitt eftirlætisfag. Ég fékk 8 í
teikningu á brottfararprófi, en það var hæsta
einkunn sem þá var gefin og var ég heldur hreyk-
inn af því. Ég hljóp yfir bekk í barnaskólanum og í
stað þess að fara í 8. bekk veturinn 1924-25, varð
að samkomulagi milli móður minnar og séra
Magnúsar Helgasonar skólastjóra að ég fengi að
sitja í tímum í Kennaraskólanum þann vetur. Séra
Magnús var bróðir séra Kjartans sem hafði skírt
mig og fermt sumarið 1925, en þeir voru þremenn-
ingar við móður mína. Þar fylgdi vinátta skyld-
leika.
Af kennurum Kennaraskólans eru mér minnis-
stæðastir skólastjórinn, séra Magnús, sem kenndi
Islandssögu, Freysteinn Gunnarsson íslensku-
kennari og Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, sem
var teiknikennari okkar. Hann var afar drátthag-
ur. Ég naut mjög kennslu þessara ágætismanna.
Af nemendum Kennaraskólans eru þeir sem ég
best man eftir Guðlaugur Rósinkrans síðar Þjóð-
leikhússtjóri og Helgi Elíasson síðar fræðslumála-
stjóri, en þeim kynntist ég báðum vel.
Vorið 1925 byrjaði ég á námskeiði til undirbún-
ings inntökuprófs í Menntaskólann, en þetta
námskeið héldu þeir Sigurður Jónsson skólastjóri
barnaskólans og Einar Magnússon menntaskóla-
kennari. Ég lauk því prófi og stóðst það í júní 1925
og réðst síðan til sumarvinnu hjá Andrési Eyjólfs-
syni í Síðumúla í Hvítársíðu, sem síðar varð al-
þingismaður. Hann var giftur Ingibjörgu systur
Sigurðar skólameistara á Akureyri. Ég átti þar
góða vist og um haustið settist ég í Menntaskól-
ann.
Menntaskólaárin
Þegar ég byrjaði í Menntaskólanum voru þar
mikil húsnæðisvandræði. Helmingurinn af fyrsta
bekk var því í útibúi í Iðnskólahúsinu við Lækjar-
götu. Þar var ekki eins mikill agi og í gamla
menntaskólahúsinu og varð stundum að kalla á
Geir Zoéga rektor til að lesa yfir nemendunum og
áminna þá. Einar Magnússon kenndi okkur
landafræði og dönsku, Finnur Einarsson síðar
bóksali eðlisfræði og Jóhannes Sigfússon sögu og
kristinfræði. Ensku kenndi maður að nafni Ólafur
Kjartansson, þá nýkominn frá Ameríku. Hann
Gagnfrœðingar áríð 1928.