Kjarninn - 07.11.2013, Síða 4

Kjarninn - 07.11.2013, Síða 4
01/01 kjarninn Leiðari V igdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill hegna íslenskum námsmönnum sem ekki snúa aftur til baka til landsins að námi loknu, með því að láta þá borga markaðs- vexti af námslánum sínum. Óþarfi er að fjölyrða um af- leiðingar slíkrar firru á hag íslenskra námsmanna erlendis, en vangaveltur Vigdísar eru enn einn sorglegi vitnis- burðurinn um þjóðrembu Framsóknarflokksins. Rök Vigdísar um að velta skuli við öllum steinum vegna fjárskorts íslenska ríkisins eru áhugaverð, sérstaklega í ljósi þess að stjórnvöld afþökkuðu pent tugmilljarða króna skatttekjur frá ferðaþjónustunni og útgerðinni með lækkun veiðileyfagjaldsins og afnámi virðisaukaskattshækkunar á gistinætur. Þetta er sami þingmaðurinn og lofaði rausnar- legri tugmilljarða króna innspýtingu inn til Landspítalans í aðdraganda alþingiskosninga, sem síðan kom auðvitað á daginn að voru orðin tóm. Vangaveltur Vigdísar byggjast ekki síst á þeim þanka- gangi sem Framsóknarflokkurinn vill fóðra hjá almenningi, að hinn stóri ljóti heimur vilji klekkja á Íslendingum. Hann muni gleypa okkur í einum munnbita um leið og við göngum inn í Evrópusambandið, og svo vilji hann líka stela mennta- fólkinu af okkur, sem við kostuðum til náms með blóði, svita og tárum. Og menntafólkinu beri að refsa fyrir að velja útlendinga fram yfir samlanda sína. Framsóknarflokkurinn sigraði í alþingiskosningunum með því að lofa peningum frá kröfuhöfum föllnu bankanna til handa skuldugum. Eins og flestir vita eru samningar við kröfuhafana algjör lykilforsenda fyrir afnámi gjaldeyris- haftanna, sem halda lífi í andvana íslenskri krónu, og skuldaleiðréttingu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem ekki tekur mark á útlenskum skammstöfunum, hefur talað í þá veruna að Íslendingar muni aldrei beygja sig undir ljótu karlana í út- löndum sem keyptu kröfur á föllnu bankana. Hart verði tekið á þessum hrægömmum. Þannig hefur hann stillt upp ljóta útlenska bisnessfólkinu andspænis íslensku þjóðinni, og það hefur tekist. Til marks um taktleysi stjórnarleiðtoganna í þessum efn- um sagði forsætisráðherra í nýlegu viðtali að hann ætti von á því að samningaviðræður við kröfuhafanna tækju langan tíma. Skömmu áður sagðist Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra vonast til að hægt yrði að sjá til lands varðandi afnám haftanna í apríl. Forsætisráðherra vísaði á bug ásök- unum um óeiningu og sagði þá Bjarna fullkomlega sammála um að afnám haftanna gætu tekið stuttan og langan tíma. Engin áhöld væru um það í ríkisstjórninni. En landinn er farinn að ókyrrast. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega nagað í væntingar þeirra sem kusu hann til valda undanfarnar vikur og mánuði. Á meðan þegir samstarfs flokkurinn þunnu hljóði og er varla til svara um boðaðar aðgerðir, hann er kannski bara að vona að fólk gleymi? Það er farið að örla á óþreyju og pirringi hjá land- anum, jafnvel örvæntingu um að skuldaniðurfærslan verði hvorki fugl né fiskur. Raunsæi getur nefnilega alveg eyðilagt fyrir manni daginn. Svo er auðvitað slatti farinn í fýlu. Fylgi Framsóknar- flokksins hefur minnkað um nærri tíu prósentustig frá kosningunum samkvæmt nýlegum þjóðarpúlsi Capacent. Flokkurinn hefur bent á fjölmiðla sem helsta orsakavaldinn, þeir séu beinlínis vondir við Framsóknarflokkinn. Meira að segja hefur því verið hótað að skera niður fjárframlög til ríkismiðilsins girði hann sig ekki í brók. Ætli ráðaleysi ríkis- stjórnarinnar í boðuðum skuldaaðgerðum, þjóðrembu og gaspri Vigdísar Hauksdóttur sé þó ekki helst um minnkandi fylgi Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar að kenna. Heimurinn vill ekkert klekkja á okkur, þó að Framsóknar- flokkurinn vilji telja okkur trú um það. Tökum á vanda- málum okkar, forgangsröðum og byggjum upp að nýju, þá er ekkert að óttast. Hinn stóri ljóti heimur Leiðari Ægir Þór Eysteinsson aegir@kjarninn.is Deildu með umheiminum Laugavegi 71, 101 reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.