Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 21
03/06 kjarninn SkipulagSmál
2.
Höfðatorg
Í Höfðatorgi mikið er líf.
Hamborgara fabrikkan er á neðstu
hæðinni. Þar er jafnan margt um
manninn og mikið fjör, íslensk tón-
list og hamborgarar. Það er blanda
sem klikkar ekki (sem einlægur
aðdáandi Rúnars Júl heitins finnst
mér alltaf notalegt að hitta hann
þegar inn á staðinn er komið!).
Þá hefur smátt og smátt færst líf
á hæðir hússins og hýsir það nú
margvíslega starfsemi. Samherji,
Fjármálaeftirlitið og lögmanna-
stofan BBA Legal eru með starfsemi
í húsinu. Peningarnir flæða því um
starfsemi sem er þarna, svo mikið
er víst. En þrátt fyrir þetta er húsið
ævintýralega ljótt og hálfgerður
minnisvarði um að verktakar hafi
fengið of lausan tauminn. Bygging
hússins og ákvörðunin um hana
ætti að vera veruleiki í hinum
frábæru þáttum The Wire, þar
sem peningaþvættið blómstrar í
verktaka bransanum í Baltimore,
en ekki í alvörunni í Reykjavík.
Reyndar er Höfðatorg í ágætu sam-
ræmi við þunglamalegt skipulag í
Borgartúni og nærumhverfi þess
(Núna eru fimm byggingakranar
í bakgarði Borgartúns 26. Taldi
Aliber þá með um daginn?)
Ein mögnuð undantekning er
frá skipulagsslysinu. Það er hið
magnaða listaverk Obtusa eftir
Rafael Barrios, sem stendur fyrir
utan Höfðatorg í miðju hringtorgi.
Ég geng alla daga í gegnum Borgar-
túnið, fram og til baka, og það
gleður alltaf að sjá verkið úr fjar-
lægð, svo í nálægð og svo lifnar það
aftur við þegar komið er framhjá
því. Þessi fimi Barrios með víddir er
óskiljanleg snilld.