Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 47
02/05 kjarninn Íþróttir
Heimsmeistarinn
Viswanathan Anand er fæddur árið 1969 og alinn upp í
Chennai á Suður-Indlandi (áður Madras), þar sem einvígið
fer fram á næstu vikum. Hann þótti snemma efnilegur og
var orðinn Indlandsmeistari sextán ára gamall en mesta
athygli vakti hann þó fyrir ofurmannlegan hraða. Hann
kláraði gjarnan kappskákir á örfáum mínútum en ekki
klukku stundum og var fyrir vikið uppnefndur „Sláturhúsið
hraðar hendur“. Hraðinn kom þó ekki niður á gæðum tafl-
mennskunnar, því rétt rúmlega tvítugur var hann farinn að
vinna stórmót á borð við Reggio Emilia 1991, þar sem Karpov
og Kasparov tóku einnig þátt.
Árið 1993 komst Anand í fjórðungsúrslit áskorenda-
einvígjanna en tapaði þar fyrir áðurnefndum Anatólí Karpov.
Það sama ár stofnaði heimsmeistarinn Garrí Kasparov
stórmeistarasamtökin PCA, sem deildu við Alþjóða skák-
sambandið FIDE næstu árin um eignarhald á heimsmeistara-
titlinum. Þeir Kasparov og Anand tefldu síðan einvígi um
PCA-titilinn árið 1995 á 107. hæð suðurturns World Trade
Center í New York, þar sem Kasparov vann að lokum sann-
færandi eftir að Anand hafði staðið í honum lengi vel. Árið
1998 var komið að einvígi um FIDE-titilinn við Karpov, sem
hófst einungis þremur dögum eftir að hundrað manna
áskorenda móti lauk. Þrátt fyrir þá forgjöf Karpovs að geta
mætt óþreyttur til leiks hélt Anand jöfnu í stuttu einvígi þar
til Karpov náði að kreista fram sigur í styttri skákum.
Námið í skákskóla Karpovs og Kasparovs skilaði sér þó að
lokum. Anand mætti Alexei Sjírov árið 2000 í Teheran og eftir
að hafa burstað þann lettneska 3½-½ var hann út skrifaður
sem heimsmeistari FIDE. Tveimur árum síðar missti hann
hins vegar þann titil með tapi fyrir Úkraínumanninum
Vassilí Ívantsjúk í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar.
Heimsmeistaratitlar FIDE og PCA voru sameinaðir, eins
og títt er í heimi hnefaleikanna, árið 2006 þegar Rússinn
Vladimír Kramnik sigraði Búlgarann Veselin Topalov í
einvígi sem einkenndist af ásökunum um svindl og álíka
leiðindum. Kramnik varð þannig fjórtándi óumdeildi
Smelltu til að sjá
Viswanathan Anand
vinna leiftur snöggan
sigur á Levon Aronian