Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 73

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 73
01/01 kjarninn pistill Í dag fæðist barn. Mér varð hugsað til barna sem fæðast í dag inn í heim svartsýni þegar ég rakst á klausu í fjölmiðli þess efnis að ástandið á Landspítalanum væri svo slæmt að það þyrfti að leita fjörutíu ár aftur í tímann til að finna annað eins. Ég man ekki hver sagði þetta í hvaða miðli, man bara að ég las þetta og lyfti brúnum. Ástæðan: Ég fæddist fyrir fjörutíu árum, árið 1973. Þá var tilveran fleyti- full af framtíð og möguleikum, ólíkt því sem gerist nú – eða hvað? Máttur almennings Í fljótu bragði finnst mér eins og ég hafi fæðst inn í heim þar sem allt var í stakasta lagi og fólk trúði að hlutirnir ættu bara eftir að verða betri. Landspítalinn átti eftir að eflast jafnt og þétt, fram að árþúsundaskiptunum eða svo; kannski var hann byrjaður að dala aftur einhverjum misserum fyrir þann tíma, ég veit það ekki nákvæmlega. En ég man að fólk var bjartsýnt þegar ég var að komast til vits og ára. Fólk trúði á framtíðina, þrátt fyrir allsherjarverkfall og almenn blankeit. Og kannski einmitt vegna þeirra, það trúði á verkalýðsbaráttu og samstöðu: mátt almennings. Rómantískur bjarmi Kannski sé ég æskuár mín í pastelbleikum rómantískum bjarma, svipuðum og á gömlu sólarlagspóstkorti frá Costa del Sol. Það getur verið. Foreldrum mínum fannst ábyggilega ekki jafn gaman í allsherjarverkfallinu og mér. Ég fékk frí í skólanum en pabbi brunaði staurblankur austur á Fagurhóls- mýri eftir síðasta fáanlega sígarettupakkanum á landinu. Sólin skein á hverjum degi, finnst mér í endurminningunni – þangað til ég spjalla við gamlan æskuvin sem trúir mér fyrir því að hann hafi ekki getað sofnað á kvöldin af hræðslu við að vakna við risastóran kjarnorkusprengjusvepp. Sjálf var ég of upptekin af stríðinu milli Wham-aðdáenda og Duran Duran-aðdáenda til að veita Kalda stríðinu minnstu athygli. Í augum æskuvinar míns var framtíðin svo ótrygg að hann þakkaði fyrir hvern dag með því að belgja sig út af franskbrauði og kakómjólk í bakaríinu. Prísaði sig sælan að ná að torga þessu fyrir endalok heimsins. Heimsendir beið handan við hornið á bakaríinu í Mosfells bæ. Eyðingarmáttur alnæmisins Það átti ekki af honum vini mínum að ganga. Flestir sálu- félagar hans í Kaldastríðsóttanum gleymdu kjarnorku- sveppnum við kynþroskann en þá tók við ný vá. Nefnilega alnæmi, sem þá hét eyðni. Hann vinur minn er samkynhneigður. Eitt var að koma út úr skápnum í Mosfellsbæ á þessum tíma, annað að heyra hryllingssögur af hinum skæða sjúkdómi sem af trölla sögunum að dæma virtist stráfella fólk við minnstu snertingu og vera á góðri leið með að útrýma mannkyninu. Mér varð hugsað til alnæmisóttans í vikunni þegar ég rakst á frétt þess efnis að vegna lyfjaþróunar væri óhætt að sofa hjá HIV-jákvæðu fólki án þess að nota verjur svo lengi sem það tæki lyfin reglulega. Ég vildi að ég hefði getað sagt honum vini mínum að hann ætti eftir að lesa þessa frétt í blaði – og það löngu eftir að fólki skildist að sjúkdómurinn herjaði ekki bara á samkynhneigða – þegar við korruðum saman í lífsangistinni með breska poppmelankólíuna í eyrunum og ég var gjörsamlega sljó fyrir fínlegri kenndum hans. Gott ef ég sýndi honum ekki þess tíma alnæmis- skopmynd af manni og simpansa að reykja eftir-sex- sígarettu, fallega fullnægðum á svipinn. Endalaus heimsendir Heimsendir vofir yfir okkur á hverjum degi, alltaf, alls staðar. Einu sinni var það mannfjölgunarvandinn, svo gleymdist hann. Vísindamenn tala nú um nauðsyn þess að verjast loftsteinum sem geti eytt öllu lífi á jörðinni en maður má varla vera að því að hlusta á þá af ótta við allar svörtu spárnar um heimsendi út af loftslagsbreytingum um það leyti sem yngstu börnin okkar fara að huga að ellilífeyrinum. Og hvað með hryðjuverk og fuglaflensu? Eru allir hættir að tala um það? Ababbb abbbbabba ba! Hér blanda ég saman eplum og appelsínum: dráps- mönnum og drápsveirum. Pólitík og raunvísindi eru ólíkir hlutir. Pólitíkin er huglæg og sprettur úr mannlegri sambúð, í besta falli flokkast fræðin tengd henni undir hugvísindi. Raunvísindi lúta óhjákvæmilega sínum innri lögmálum. Á sama tíma haldast hugvísindi og raunvísindi í hendur. Megnug þess að eyða heiminum. Megnug þess, vonandi, að halda honum lífvænlegum. Svo ég vitni í rúmlega fimmtíu ára gamla setningarræðu Johns F. Kennedy hefur mannkynið það á valdi sínu að geta bæði eytt fátækt og eytt heiminum. Nú sem þá. Við Kennedy Um þessar mundir bý ég rétt hjá ráðhúsi Schöneberg-hverfis í Berlín. Ég átti erindi þangað nýlega með tveggja ára son minn og rak mig á að það er ekki svo auðvelt að komast upp tröppurnar með barnakerru. En ofan á þessar sömu tröppur var á sínum tíma smíðaður pallur undir Kennedy. Tíu árum áður en ég fæddist, árið 1963, stóð hann hér og stappaði stálinu í Vestur-Berlínarbúa, nánar tiltekið þegar Vestur- Berlín var eyja í miðju Austur-Þýskalandi. Þá sagði hann, eins og frægt varð, sínum dáleiðandi rómi: Ég er Berlínarbúi. Um tíma höfðu vistir einungis borist með flugi til borgarinnar, í einni af fyrstu alvöru krísum Kalda stríðsins. Ástandið var töluvert frábrugið því sem ég á að venjast, rápandi með barnakerruna á milli aragrúa alþjóðlegra veitingastaða og lífrænna delikatessen-verslana. Kennedy var Berlínarbúi í heimi ógnar en þó dásamlega einföldum heimi. Skýrt afmörkuðum af múr sem umkringdi vesturhluta borgarinnar. Fólk var hrætt við hættulega en þó einfalda hluti: kommúnisma og váina að heimurinn myndi farast í kjarnorku styrjöld. 9DUº°8SSO½VLQJDö³° Kennedy er minnst fyrir ræðusnilld. Hann kunni að blása fólki byr í brjóst og vara það við því að láta óttann stjórna sér, þó að það kæmi honum ekki alltaf til góða. Í Banda- ríkjunum flykktist fólk út á götur til að mótmæla Víetnam- stríðinu. Kannski var það í og með að hafna vanmættinum. Hafna því að sitja aðgerðarlaust heima. Hafna óttanum. En óttinn er þrásætinn. Það er alltaf nægur ótti, hvert á land sem farið er. Óttinn við Kalda stríðið varð að ótta við alnæmi, hryðjuverk, trúarbrögð. Svona má endalaust upp telja. Einn allsherjar lamandi ótti herjar á mannkynið. Óttinn breytist auðveldlega í andúð. Andúð á öðru fólki. Fólki með slæðu. Fólki með pönkarakamb. Fólki í bikiníi. Fólki með hatt. Fólki í leðurbuxum. Fólki frá öðrum löndum. Fólki með öðruvísi stjórnmálaskoðanir. Fólki sem á hund. Fólki sem þolir ekki hunda. Fólki á kaffihúsi. Fólki í fjárhúsi. Á hverjum degi gleypum við í okkur upplýsingar um nýja hluti til að óttast. Það er varla þverfótandi fyrir hættum og því sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum. Geispum þegar raunvísindamenn hrópa að heimurinn sé á heljarþröm út af loftslagsbreytingum. Löngu búin að gleyma sögunni sem gömul amma las fyrir barnabarn um strákinn sem kallaði úlfur úlfur. Það er búið að kalla svo ákaft og hátt, svo oft, að við hunsum þörfina á bráðum aðgerðum. Þetta eru gamlar fréttir. Við erum hræddari við þessar nýju, hvað var það nýjasta? Risageitungar? Trú á eigin mátt Erum við virkilega svo dofin af ótta að við berjumst fyrst og fremst gegn því að eiga úreltan snjallsíma á milli þess sem við póstum fréttum af risageitungum? Við erum fíklar í innihaldslausa afþreyingu, þá tegund- ina af nútíma menningu sem heilaþvær manneskjur með trú á auðræði og ábyrgðarlausa neyslu; það er að segja úr sér gengna hugmyndafræði í heimi sem þrífst ekki öllu lengur án þess að almenningur leggi honum lið á ábyrgan hátt. Eina leiðin til þess er að hver og einn öðlist trú á eigin mátt. Trúna á að maður sjálfur geti skipt sköpum. Að hver manneskja skipti máli. Það er búið að hræða okkur svo mikið að við erum hætt að trúa eigin skynjun. Leggjumst undir feld með fartölvu eða bíómynd af ótta við loftstein á sama tíma og við getum svo sannarlega gert ýmislegt til að stuðla að lífvænlegri og um leið réttlátari heimi, þó ekki væri nema með daglegum venjum. Frjálshyggjuvinur minn Ég á annan vin. Sá er íhaldssamur frjálshyggjumaður. Hann sagði mér einu sinni að mannkynið væri þannig gert að það bjargaði sér alltaf fyrir horn. Það uppgötvaði alltaf réttu lausnina skömmu fyrir heimsendi, svipað og í Bruce Willis- spennumynd. Þá trúði ég honum og hætti að hafa áhyggjur. Rámaði í mynd þar sem Bruce Willis eyðir einmitt loftsteini á hraðri leið til jarðar. En núna er ég áhyggjufull sem aldrei fyrr. Ég held nefnilega að það sé búið að taka trúna frá almenningi heimsins. Almenningur þarf að öðlast trú til að vera einhvers megnugur. Trú á morgundaginn. Öðruvísi nennir enginn á fætur. Heimsendakynslóðin Aldrei hefur mannkynið verið í jafn mikilli hættu og nú, segja sumir. Aðrir huga að nærtækari vandamálum og segja að Landspítalinn hafi ekki staðið jafn höllum fæti í fjörutíu ár. Það er hægt að redda Landspítalanum. Líka heiminum. Ef við hefjumst handa strax. Ég leyfi mér að trúa því að það sé hægt að redda svo mörgu. Þrátt fyrir allt á ég það sameiginlegt með frjálshyggjuvini mínum að trúa á mannkynið, þó að okkur greini á í helstu þungavigtarmálum sem og aðferðafræðinni. Ég öðlaðist þessa trú reyndar hjá ljósmæðrunum á fæðingardeildinni, og síðar á vökudeild Landspítalans, þegar sonur minn fæddist. Þá horfði ég á úrvinda starfsfólk gefa úr sér hjartað í bland við aðdáunarverða fagkunnáttu. Þessi trú styrktist við að kynnast fólkinu í ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni, útkeyrðum læknum á barnaspítalanum og síðar fóstrunum í leikskólunum hans. Svipaða sögu hef ég heyrt af mörgum kennaranum á hinum ýmsu skólastigum. OL°PH°O­õQX Allt þetta fólk fær mig til að hugsa til Kennedy þegar hann sagði: Spurðu ekki hvað þjóðin getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir þjóðina. Fólkið sem hlúir að agnarsmáum heimsþegnunum hugsar margt hvert ekki hvað heimurinn geti gert fyrir það heldur hvað það geti gert fyrir heiminn. Það trúir á lífið, í allri sinni mynd. Þannig þurfum við öll að hugsa, í anda samstöðu, samfélags sáttar og trúarinnar á framtíð heimsins. Þetta er sáraeinfalt val: viljum við eyða heiminum eða eyða fátækt? Svarið veltur á hugarfari og gildismati. Fyrsta skrefið í átt að nýju, mannvænlegra gildismati fyrir íslensku þjóðina sem slíka er að fá útgerðarkónga, auðkýfinga og þá hátt settu í þjóðfélaginu í lið með lífinu og greiða þessum hvunndags- hetjum mannsæmandi laun – til að stuðla að betri heimi. Því í dag fæðist barn. Á slóðum Kennedy pistill Auður Jónsdóttir Deildu með umheiminum 01/01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.