Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 72

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 72
Tónleikar Megasar teknir upp í MH M egas hélt tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð sunnudaginn 5. nóvember 1978. Voru þeir kallaðir Drög að sjálfsmorði og hljóðritaðir. Tvöföld breiðskífa með upp- tökunum var gefin út ári síðar, með sama nafni. Tónleikarnir eru frægir enda voru þeir síðustu tónleikar Megasar um nokkurt skeið. Ekkert var gefið út eftir hann þar til Í góðri trú kom út árið 1986. Megas hafði í millitíðinni bætt ráð sitt eftir að hafa verið í nokkurri vímuefnaneyslu. Bæði Þjóðviljinn og Morgunblaðið fjölluðu um tónleika Megasar í MH morguninn fyrir tónleikana. „Undanfarnar vikur hafa Megas og aðstoðarmenn hans æft verkið í Hljóð- rita í Hafnarfirði,“ segir í Morgunblaðinu. Þar er haft eftir Megasi að verkið hafi verið alllengi í smíðum, fyrstu lögin hafi verið samin um 1971. Þjóðviljinn hefur hins vegar eftir honum að tíu ára vinna liggi að baki tónleiknum. „Aðallega eru þetta lög, sem ég samdi á árunum 1968-72, [...]“ segir þar. Lögin sautján mynda saman „prógram“, segir Megas í viðtalinu við Morgunblaðið. „Það var síðan í vor, sem sú hugmynd skaut upp kollinum að hljóðrita verkið á hljóm- leikum, en æfingar hófust þó ekki fyrr en í september, en þá fyrst var ljóst hverjir myndu leika með mér,“ er haft eftir lista manninum. Hljóðfæraleikararnir sem stóðu með Megasi á sviðinu voru Guðmundur Ingólfsson og Lárus Grímsson á hljóm- borð, Björgvin Gíslason á gítar, Pálmi Gunnarsson á bassa og Sigurður Karlsson á trommur. Ráðgert hafði verið að halda tónleikana í Þjóðleikhúsinu en þegar beiðni um tónleikahald þar var synjað varð salur Menntaskólans fyrir valinu enda voru aðrir hentugir salir „mjög umsetnir“. Eftir tónleikana hvarf Megas í nokkurn tíma og spruttu sögusagnir um að hann hefði jafnvel stytt sér aldur, enda gaf yfirskrift tónleikanna þeirri sögu undir fótinn. bþh 01/01 Ljósmyndasafn Reykjavíkur Myndir Ljósmyndasafns Reykjavíkur má skoða á vef safnsins og hægt er að kaupa myndir úr safninu á ljosmyndasafnreykjavikur.is Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Gunnar V. Andrésson Snúðu skjánum til að sjá myndina á heilum skjá 5. nóvember 1978 Þetta efni er aðeins aðgengilegt í iPad-útgáfu Kja nans Einu sinni var...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.