Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 72
Tónleikar Megasar
teknir upp í MH
M
egas hélt tónleika í Menntaskólanum við
Hamrahlíð sunnudaginn 5. nóvember 1978.
Voru þeir kallaðir Drög að sjálfsmorði og
hljóðritaðir. Tvöföld breiðskífa með upp-
tökunum var gefin út ári síðar, með sama
nafni.
Tónleikarnir eru frægir enda voru þeir síðustu tónleikar
Megasar um nokkurt skeið. Ekkert var gefið út eftir hann
þar til Í góðri trú kom út árið 1986. Megas hafði í millitíðinni
bætt ráð sitt eftir að hafa verið í nokkurri vímuefnaneyslu.
Bæði Þjóðviljinn og Morgunblaðið fjölluðu um tónleika
Megasar í MH morguninn fyrir tónleikana. „Undanfarnar
vikur hafa Megas og aðstoðarmenn hans æft verkið í Hljóð-
rita í Hafnarfirði,“ segir í Morgunblaðinu. Þar er haft eftir
Megasi að verkið hafi verið alllengi í smíðum, fyrstu lögin
hafi verið samin um 1971. Þjóðviljinn hefur hins vegar eftir
honum að tíu ára vinna liggi að baki tónleiknum. „Aðallega
eru þetta lög, sem ég samdi á árunum 1968-72, [...]“ segir þar.
Lögin sautján mynda saman „prógram“, segir Megas í
viðtalinu við Morgunblaðið. „Það var síðan í vor, sem sú
hugmynd skaut upp kollinum að hljóðrita verkið á hljóm-
leikum, en æfingar hófust þó ekki fyrr en í september, en
þá fyrst var ljóst hverjir myndu leika með mér,“ er haft eftir
lista manninum.
Hljóðfæraleikararnir sem stóðu með Megasi á sviðinu
voru Guðmundur Ingólfsson og Lárus Grímsson á hljóm-
borð, Björgvin Gíslason á gítar, Pálmi Gunnarsson á bassa og
Sigurður Karlsson á trommur.
Ráðgert hafði verið að halda tónleikana í Þjóðleikhúsinu
en þegar beiðni um tónleikahald þar var synjað varð salur
Menntaskólans fyrir valinu enda voru aðrir hentugir salir
„mjög umsetnir“.
Eftir tónleikana hvarf Megas í nokkurn tíma og spruttu
sögusagnir um að hann hefði jafnvel stytt sér aldur, enda gaf
yfirskrift tónleikanna þeirri sögu undir fótinn. bþh
01/01
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Myndir Ljósmyndasafns
Reykjavíkur má skoða á vef
safnsins og hægt er að kaupa
myndir úr safninu á
ljosmyndasafnreykjavikur.is
Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Gunnar V. Andrésson
Snúðu skjánum til
að sjá myndina á
heilum skjá
5. nóvember 1978
Þetta efni er
aðeins aðgengilegt
í iPad-útgáfu
Kja nans
Einu sinni var...