Kjarninn - 07.11.2013, Page 31

Kjarninn - 07.11.2013, Page 31
06/10 kjarninn stjórnmál við sterkasta efnahagsveldi heims þar sem fremstu háskólar starfa. Til þeirra mála þarf að verja meira fjármagni og mannafla en hingað til hefur verið gert. Hvalur undir steini Besta leiðin til að skapa ný viðskiptatækifæri við Bandaríkin á breiðum grunni til langs tíma liggur – ótrúlegt en satt! – í gegnum Evrópusambandið og hið nýja, stóra viðskiptasvæði sem er í undirbúningi hjá Bandaríkjunum og ESB. Síðasta ríkisstjórn hafði tryggt aðkomu Íslands að ferlinu í gegnum stöðu þess sem umsóknarríkis og fengið vilyrði ESB og utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir því. Þeirri stöðu hefur ný ríkisstjórn spilað burt en í sárabætur verið beðið um samflot með Norðmönnum og leitað leiða í gegnum EES til að fylgjast með því sem gerist í samningum stórveldanna. Í Hruninu kom í ljós að þegar kom að efnahagsaðstoð litu Bandaríkin ekki lengur á Ísland sem hluta af sínu áhrifasvæði, heldur var vandi Íslands vandamál Evrópu í þeirra augum. Það má skýrt sjá í afstöðu Bandaríkjamanna til umræðu í Bretlandi að þeir kjósa að eiga samvinnu við Evrópuríki í gegnum ESB, einkum á viðskiptasviðinu, og vilja alls ekki að þeirra nánasta samstarfsríki austan Atlantshafs, Bretar, yfirgefi ESB. Tvíhliða viðskiptasamningur Íslands við Bandaríkin er í besta falli langsóttur í stöðu dagsins í dag vegna lítils áhuga vestanhafs og þess að ekki verður hægt að semja um landbúnaðar mál í slíkum samningi nema til komi alger stefnubreyting hér á landi um innflutning á landbúnaðar- vörum. Í Hruninu kom einnig í ljós að Bandaríkin hugðust sitja hjá fremur en að beita sér til stuðnings efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS. Þetta sýndi fram á hversu lítil rækt hafði verið lögð við sambandið við Bandaríkin eftir vonbrigði varnarsamninganna við Bush-stjórnina. Eftir mikinn þrýsting frá Íslandi mátti merkja breytingu á þeirri afstöðu til stuðnings Íslendingum og að óboðlegt væri að ótengd mál, eins og Icesave, væru notuð til að kúga þjóð sem hafði

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.