Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 57
03/08 kjarninn Viðtal
Ígló&Indí hefur vaxið úr því að vera agnarsmátt vöru-
merki fyrir einangraðan hóp í að vera þekkt vörumerki hér
á landi og vaxandi á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Tinna
segir að vel hafi gengið að þróa vörumerkið áfram á grunni
þess sem lagt var upp með í upphafi. Miklu hafi skipt að ná
góðum „tökum á vörumerkinu“, marka því sérstöðu bæði út
frá hönnun, markaðssetningu og söluleiðum og rækta sam-
band við viðskiptavini. „Þegar ég kem að fyrirtækinu fyrir
um tveimur og hálfu ári hef ég ásamt samstarfsfólki mínu
lagt mikið upp úr því að styrkja vörumerkið og fyrir hvað
það stendur og setja markmið um vöxt, markaðssetningu og
dreifingu á þeim forsendum. Ég hef oft séð það í mínum fyrri
störfum í smásölugeiranum erlendis að vörumerkin sem ná
árangri eru þau sem hafa lagt mikla áherslu á að gefa engan
afslátt af sérstöðunni og gæðunum, þrátt fyrir öran vöxt. Í
raun má segja að á milli vörumerkis og viðskiptavinar þurfi
að vera heiðarlegt og einlægt samtal. Á þetta leggjum við
áherslu,“ segir Tinna.
Hún hefur reynslu úr smásölugeiranum, vann meðal
annars hjá Baugi Group þegar umsvif þess félags voru sem
mest á smásölumörkuðum í Bretlandi og á Norðurlöndunum,
á árunum 2002 til 2008. Þá vann hún í fjármálageiranum frá
1996-2002, bæði hér á landi hjá VÍB Íslandsbanka, sem þá hét,
og í Lúxemborg hjá Kaupþingi. Tinna segir þessa reynslu
ómetanlega þegar komi að því að reka fyrirtæki sem sé að
„Ég hef oft séð
það í mínum
fyrri störfum í
smásölu geiranum
erlendis að vöru-
merkin sem ná
árangri eru þau
sem hafa lagt
mikla áherslu á
að gefa engan
afslátt af sér-
stöðunni og
gæðunum, þrátt
fyrir öran vöxt.“
um Ígló&indÍ
Ĉ Fagnaði fimm ára afmæli í október 2013. Fyrir-
tækið rekur eigin verslun í Kringlunni og eigin
netverslun ásamt því að selja vörur sínar til tíu
annarra verslana á Íslandi. Fyrirtækið ætlar sér
að opna tvær aðrar eigin verslanir á Íslandi árið
2014. til viðbótar eru vörur Ígló&indí til sölu í 21
verslun erlendis.
Ĉ Hefur framleitt og selt tíu fatalínur. Vörumerkið
er vel skilgreint á markaði út frá hönnun, verði,
markaðs- og söluleiðum.
Ĉ Ætlar að fagna sex ára afmælinu erlendis ásamt
enn skilvirkari framleiðslustjórnun
Ĉ Ígló&Índí sér um framleiðslu á öllum fatnaði
Hjallastefnuskólanna, bæði á leik- og grunn-
skólastigi, fyrir börn og starfsfólk. Fyrirtækið
hefur átt í samstarfi við Hjallastefnuna í þrjú ár.
Framleiðsla fyrirtækisins fer fram í Kína en öll
hönnunar- og stjórnunarvinna á Íslandi.