Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 59
05/08 kjarninn Viðtal
slíta barnsskónum og ætli sér að stækka, þrátt fyrir að langt
sé um liðið frá því að hún sinnti sumum þessum störfum,
einkum í fjármálageiranum. „Ég er mjög stolt af þessari
reynslu og hún hefur hjálpað mér og okkur í fyrirtækinu
mikið. Ég hef líka reynslu af því að vera hinum megin við
borðið, hvort sem er sem stjórnarmaður fyrir hönd fjárfesta
eða til dæmis að semja við framleiðendur/vörumerki sem
vilja koma vörum sínum í sölu í verslunarmiðstöðvum. Öll
þessi reynsla nýtist vel í starfinu og tengslin sem byggjast
upp í vinnu á alþjóðavettvangi gera það sömuleiðis.“
.UHIMDQGLVDPNHSSQLVXPKYHUõ
Samkeppnin á barnafatamarkaði er hörð og um margt
óvenjuleg sé horft sérstaklega til markaðarins á Íslandi. Sam-
kvæmt könnunum sem gerðar hafa verið á vegum Capacent
fer stór hluti innkaupa Íslendinga á barnafötum fram
erlendis, um 49 prósent. Meðal annars af þessum ástæðum
er markaðurinn hér á landi fyrir barnaföt minni en margir
átta sig á, jafnvel þótt hann sé agnarsmár fyrir í alþjóð legum
saman burði einfaldlega vegna þess hve íbúar eru fáir á
landinu og vaxtatækifæri þar með takmörkuð.
Verslun á internetinu er algeng þegar kemur að barna-
fötum á alþjóðavettvangi og segir Tinna að Ígló&Indí ætli
sér að bjóða viðskiptavinum sínum upp á metnaðarfulla
þjónustu, bæði í markaðssetningu og sölu, á netinu. „Víða
erlendis eru 35 til 40 prósent allra viðskipta með barnaföt í
gegnum netið, sem er miklu meira en hér á landi. Við ætl-
um að leggja mikla áherslu á þessa verslun í framtíðinni og
höfum raunar alla tíð gert í okkar áætlunum.“
um Tinnu ólafsdóTTur
Hún hefur stýrt uppbyggingu Índí&Ígló á Íslandi og er með reynslu af smásöluverslun í Norður-Evrópu úr
sínum fyrri störfum. Hún er með Ba í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MS í fjármálum með áherslu á
stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur alþjóðlega reynslu í smásölu, fasteignum og fjármálum, í samstarfi
við framkvæmdastjórnir og/eða sem stjórnarmaður. Má þar nefna Day Birger et Mikkelsen, Magasin du Nord,
illum, Haga, Þyrpingu/Stoðir og atlas Ejendomme, Kaupthing Bank luxembourg og VÍB Íslandsbanka.