Kjarninn - 07.11.2013, Page 52

Kjarninn - 07.11.2013, Page 52
02/04 kjarninn Danmörk Banabitinn var 7-Eleven Fækkun pylsuvagnanna hefur verið afar hröð frá árinu 1993, þegar fyrsta 7-Eleven verslunin í Kaupmannahöfn var opnuð. 7-Eleven verslanir bjóða upp á svipað úrval af pylsum og vagnarnir og í dag eru tæplega 200 slíkar verslanir starfandi í Danmörku. Flestar bensínstöðvar í Danmörku bjóða einnig upp á svipað úrval og pylsuvagnarnir, og fram kemur í Politiken að samanlagt selja 7-Eleven og bensínstöðvarnar meira af pylsum en pylsuvagnanir gerðu á stórveldistíma sínum. Þá má nefna að það eru ekki bara 7-Eleven verslanir sem tekið hafa viðskipavini frá hinum hefðbundu pylsuvögnum. Tilkoma annarra skyndibitastaða á áttunda áratug síðustu aldar, eins og hamborgastaðanna McDonald’s og Wendy’s, hefur haft sitt að segja. Og á síðustu árum hefur mikil fjölgun á sushi-börum í Kaupmannahöfn einnig hraðað fækkun pylsuvagna. Lífrænar pylsur Þeir nýju pylsuvagnar sem teknir hafa verið í notkun á þessu ári eru annars vegar á vegum kjötvinnslunnar Den økologiske Pølsemand og hins vegar á vegum Pølse- kompagniet. Í þeim eru seldar lífrænt framleiddar pylsur eins og hinar frönsku merguez-pylsur, sem eru án allra bindi- og aukaefna og aðeins gerðar úr hreinu lamba- eða nauta- kjöti. Smelltu til að lesa umfjöllun Politiken um endurkomu pylsuvagnanna Fyrstu pylsuvagnarnir komu 1920 Það var hinn 4. mars 1920 sem borgarstjórn kaup- mannahafnar veitti leyfi fyrir fyrsta pylsuvagninum í borginni. Ári seinna voru þeir orðnir sex talsins í borginni og tóku þá að breiðast út um allt landið. Pylsuvagninn var þó ekki dönsk uppfinning heldur þýsk, en pylsuvagnar komu fyrst fram á götum Berlínar á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Tilkoma bensínprímusins var grundvöllurinn fyrir rekstri pylsuvagna, en prímusinn var notaður til að kynda koparketil með pylsunum í og brauðið var hitað í kringum ketilinn. Á áttunda áratug síðustu aldar voru 700 pylsuvagnar í Danmörku, þar af 400 í kaupmannahöfn. Í borginni hafði þeim fækkað niður í 93 árið 2007 og í ár eru þeir aðeins 40 talsins. Þótt pylsuvögnum hafi hríðfækkað í kaupmanna- höfn hafa þeir orðið útflutningsvara frá Danmörku. Þannig hafa um 100 slíkir verið seldir til rússlands og um 70 til Svíþjóðar svo dæmi séu tekin.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.