Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 52

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 52
02/04 kjarninn Danmörk Banabitinn var 7-Eleven Fækkun pylsuvagnanna hefur verið afar hröð frá árinu 1993, þegar fyrsta 7-Eleven verslunin í Kaupmannahöfn var opnuð. 7-Eleven verslanir bjóða upp á svipað úrval af pylsum og vagnarnir og í dag eru tæplega 200 slíkar verslanir starfandi í Danmörku. Flestar bensínstöðvar í Danmörku bjóða einnig upp á svipað úrval og pylsuvagnarnir, og fram kemur í Politiken að samanlagt selja 7-Eleven og bensínstöðvarnar meira af pylsum en pylsuvagnanir gerðu á stórveldistíma sínum. Þá má nefna að það eru ekki bara 7-Eleven verslanir sem tekið hafa viðskipavini frá hinum hefðbundu pylsuvögnum. Tilkoma annarra skyndibitastaða á áttunda áratug síðustu aldar, eins og hamborgastaðanna McDonald’s og Wendy’s, hefur haft sitt að segja. Og á síðustu árum hefur mikil fjölgun á sushi-börum í Kaupmannahöfn einnig hraðað fækkun pylsuvagna. Lífrænar pylsur Þeir nýju pylsuvagnar sem teknir hafa verið í notkun á þessu ári eru annars vegar á vegum kjötvinnslunnar Den økologiske Pølsemand og hins vegar á vegum Pølse- kompagniet. Í þeim eru seldar lífrænt framleiddar pylsur eins og hinar frönsku merguez-pylsur, sem eru án allra bindi- og aukaefna og aðeins gerðar úr hreinu lamba- eða nauta- kjöti. Smelltu til að lesa umfjöllun Politiken um endurkomu pylsuvagnanna Fyrstu pylsuvagnarnir komu 1920 Það var hinn 4. mars 1920 sem borgarstjórn kaup- mannahafnar veitti leyfi fyrir fyrsta pylsuvagninum í borginni. Ári seinna voru þeir orðnir sex talsins í borginni og tóku þá að breiðast út um allt landið. Pylsuvagninn var þó ekki dönsk uppfinning heldur þýsk, en pylsuvagnar komu fyrst fram á götum Berlínar á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Tilkoma bensínprímusins var grundvöllurinn fyrir rekstri pylsuvagna, en prímusinn var notaður til að kynda koparketil með pylsunum í og brauðið var hitað í kringum ketilinn. Á áttunda áratug síðustu aldar voru 700 pylsuvagnar í Danmörku, þar af 400 í kaupmannahöfn. Í borginni hafði þeim fækkað niður í 93 árið 2007 og í ár eru þeir aðeins 40 talsins. Þótt pylsuvögnum hafi hríðfækkað í kaupmanna- höfn hafa þeir orðið útflutningsvara frá Danmörku. Þannig hafa um 100 slíkir verið seldir til rússlands og um 70 til Svíþjóðar svo dæmi séu tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.