Kjarninn - 07.11.2013, Page 32

Kjarninn - 07.11.2013, Page 32
07/10 kjarninn stjórnmál lent í efnahags áfalli. Sú umræða hafði síðan ófyrirséðar afleiðingar sem þúfan sem velti Wikileaks-hlassinu eins og Chelsea (áður Bradley) Manning skýrði frá fyrir rétti. Stærsta pólitíska vandamálið í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna um þessar mundir snýst hins vegar um hvalveiðar Íslendinga. Bandaríkin hafa hótað viðskipta- aðgerðum og sett á diplómatískar aðgerðir gegn Íslendingum sem geta komið niður á samstarfi um mikilvæg hagsmuna- mál. Gremja þeirra snýst fyrst og fremst um veiðar Hvals hf. á stórhvelum og hafa þau bætt í aðgerðir sínar eftir að þær veiðar hófust að nýju. Ætli ný stjórnvöld að treysta sam- starfið vestur um haf eins og lýst hefur verið yfir verður að fara fram rækilegt hagsmunamat sem tekur meðal annars til hvalveiða og viðskipta með stórhvelakjöt. Þjóðaröryggi í brennidepli Vorið 2009 lauk Hættumatsnefnd störfum sem lagði mat á þær hættur sem steðjuðu að þjóðaröryggi Íslands. Ekki var talin hætta á hernaðarógn en margvíslegar hnattrænar, samfélagslegar og hernaðarlegar hættur krefðust við- búnaðar hér á landi. Í framhaldinu lagði utanríkisráðherra fram tillögu á Alþingi um sérstaka þjóðaröryggisnefnd til að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem tryggði þjóðar öryggi Íslands á grundvelli her- og vopnleysis. Eftir umfjöllun í þinginu var tillagan samþykkt með atkvæðum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði á móti. Engu að síður tóku fulltrúar allra flokka þátt í störfum nefndarinnar. Þjóðaröryggisnefndin vann með skýrslu Hættumatsnefndar og gerði atlögu að mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu Íslands. Skýrsla nefndarinnar var nánast tilbúin í vor þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í veg fyrir að starfinu yrði lokið en þá þegar hafði nefndin náð sögulegum samhljómi í nokkrum af helstu deilumálum þjóðarinnar í 60 ár. Meðal þess sem nefndin var sammála um var að Ísland sem herlaus þjóð yrði að tryggja öryggi sitt með virkri samvinnu við önnur ríki og stofnanir. Þess er beðið að sjá „Engu að síður tóku fulltrúar allra flokka þátt í störfum nefndar- innar. Þjóðar- öryggisnefndin vann með skýrslu Hættumats- nefndar og gerði atlögu að mótun fyrstu þjóðar- öryggisstefnu Íslands. Skýrsla nefndarinnar var nánast tilbúin í vor þegar full- trúar Sjálfstæðis- flokksins komu í veg fyrir að starf- inu yrði lokið.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.