Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 15

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 15
02/04 kjarninn efnahagsmál V ogunarsjóðurinn Burlington Loan Management hefur keypt 26 milljarða króna skuldir Lýsingar. Auk þess eignaðist þrotabú Glitnis nýverið tæplega átta prósenta hlut í Klakka, stærsta eiganda Lýsingar. Burlington er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis og á auk þess um fimmtungshlut í Klakka. Þessi risavaxni vogunarsjóður, sem hefur sérstakan áhuga á gjaldþrota íslenskum fjármála- fyrirtækjum, hefur því verið að styrkja stöðu sína mjög hérlendis það sem af er ári. Úti um allt á Íslandi Burlington Loan Management er skráður til heimilis á Írlandi. Sjóðnum er hins vegar stýrt, og hann fjármagnaður af, bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, þrettanda stærsta vogunarsjóði Bandaríkjanna. Til að átta sig á stærð og áhrifamætti Davidson Kempner er fyrirtækið með alls um 20 milljarða dala, um 2.500 milljarða króna, í stýringu. Landsframleiðsla Íslands á árinu 2012 var tæplega 70 prósent af þeirri upphæð. Burlington og aðrir sjóðir Davidson Kempner eru langstærsti kröfuhafi Glitnis ásamt því að vera fimmti stærsti kröfuhafi Kaupþings og eiga kröfur á Lands bankann. Þeir eiga líka stóran hlut í Straumi og 6,7 prósenta hlut í Bakkavör. Þá er Burlington á meðal stærstu eigenda Klakka, sem hét áður Exista, en vorið 2013 var hluturinn kominn upp í um það bil 20 prósent. Höfðu fjárfest fyrir 524 milljarða króna Kjarninn hefur ársreikning Burlington fyrir árið 2012 undir höndum, en honum var skilað inn til fyrirtækjaskráar í Írlandi í síðasta mánuði. Þar kemur fram að sjóðurinn hafi alls fjárfest fyrir 2,7 milljarða punda, um 524 milljarða króna. Á árinu 2012 jukust fjárfestingar sjóðsins um 157 milljarða króna. Vert er að taka fram að þessi tala segir ekkert um þær hækkanir eða lækkanir sem orðið hafa á eignum sjóðsins Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.