Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 74

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 74
01/01 kjarninn Álit A lþjóðlegar félagasamstæður sem hafa starf- semi á Íslandi geta komist hjá eðlilegum skatt- greiðslum hér á landi með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun sem minni fyrirtæki eiga ekki kost á. Þessi háttsemi skekkir því bæði samkeppnisstöðu fyrirtækja og rýrir skattstofna ríkisins. Til þess að bregðast við þessu hefur undirrituð lagt fram laga- frumvarp á Alþingi. Með hugtakinu þunnri eiginfjármögnun er vísað til þess þegar hlutfall af heildarfjármögnun félags er lán frá tengdum aðilum. Ef fjármögnun dótturfélaga kemur frá móðurfélagi sem staðsett er erlendis og í ríki sem ber lægra skatthlutfall en hér á landi getur myndast hvati til fjármögnunar með lánum fremur en hlutafé þar sem vaxtagreiðslur vegna lána eru frádráttar- bærar frá tekjuskattsstofni en arðgreiðslur eru það ekki. Vilji móðurfélagið þannig geta tekið sem mestan hluta hagnaðar dótturfélags til sín er núna hagkvæmara að móðurfélagið láni dótturfélaginu háar fjárhæðir sem síðan eru greiddar til baka með háum vöxtum sem fela í raun í sér greiðslu á hagnaði dótturfélagsins, sem alla jafna væri greiddur út sem arður til eigenda félagsins, til móðurfélagsins í formi vaxta- greiðslna. Hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um áhrif þunnrar eiginfjármögnunar á skatttekjur íslenska ríkisins. Í mars á þessu ári vakti til dæmis umfjöllun Kastljóss mikla athygli. Þar kom meðal annars fram að íslenska ríkið tapar milljörðum króna árlega vegna þess að alþjóðleg fyrirtæki sem starfa hér á landi koma sér að mestu hjá því að greiða tekjuskatt hér á landi með aðstoð systurfyrirtækja sinna á lágskattasvæðum. Setning reglna um þunna eiginfjármögnun hefur víða verið til umræðu á Vesturlöndum að undanförnu. Víða í Evrópu eru einhvers konar reglur í gildi og annars staðar hefur verið rætt um að setja slíkar reglur, eins og í Bretlandi. Það er því ekki óeðlilegt að þetta verði skoðað hér á landi. Frumvarp um þunna eiginfjármögnun Eins og áður sagði hefur Alþingi nú til meðferðar frumvarp um þunna eiginfjármögnun sem undirrituð mælti fyrir í október. Verði þetta frumvarp að lögum gætu skatttekjur ríkisins af alþjóðlegum fyrirtækjum aukist umtalsvert í fram- tíðinni. Með frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um þunna eiginfjármögnun alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi og því verði þannig hamlað að þau geti flutt skatt- skyldan hagnað úr landi í formi vaxtagreiðslna til móður- fyrirtækis. Markmið frumvarpsins er þannig að tryggja að þær tekjur sem verða til hér á landi renni til samfélagsins og uppbyggingar þess. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekið verði upp áþekkt fyrirkomu lag og tíðkast hefur í Þýskalandi. Það byggist einkum á skýrslu starfshóps á vegum fjármála- og efnahags- ráðherra um reglur þunnrar eiginfjármögnunar frá júní 2012 auk ábendinga og tillagna frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Reglunum er aðallega ætlað að taka til stórra alþjóðlegra félagasamstæðna og þó svo að fáar slíkar séu starfandi hér á landi eru þær sem þó eru starfandi gríðarlega stórar og starfsemi þeirra hér á landi veltir miklum fjármunum og skilar töluverðum hagnaði. Er því um verulegt hagsmuna- mál að ræða fyrir íslenska ríkið en reikna má með að þegar kemur að því að skoða endurnýjun fjárfestingasamninga við alþjóðleg stórfyrirtæki hér á landi gefist færi á breytingum í ljósi þess að lögum og reglum hafi verið breytt. Einnig hefur lögfesting reglna um þunna eiginfjármögnun fyrir byggjandi áhrif í því skyni að koma í veg fyrir hugsanleg skatta- undanskot í framtíðinni. Tekjugrunnur ríkisins þegar veikst Á skömmum valdaferli núverandi ríkisstjórnar hefur tekjugrunnur ríkisins þegar veikst talsvert enda hefur meirihluti Alþingis fylgt ríkisstjórninni á þeirri vegferð að lækka sérstakt veiðigjald, falla frá hækkun á virðisauka- skatti á ferðaþjónustu og boða að frekari skattar á borð við auðlegðarskatt og orkuskatt falli niður frá og með árinu 2015. Það ætti hins vegar að vera sameiginlegt áhugamál þingmanna að koma í veg fyrir það að stór erlend fyrirtæki komist upp með að greiða litla tekjuskatta af starfsemi sinni á Íslandi með því að flytja skattskyldan hagnað úr landi í formi vaxtagreiðslna til móðurfyrirtækis. Eins og kunnugt er ættu nefndir Alþingis að hafa nægan tíma um þessar mundir til að sinna frumvörpum frá þingmönnum í ljósi þess að fá frumvörp berast frá sitjandi ríkisstjórn. Þingmenn hafa því fullt svigrúm til að ljúka þessu máli og sýna hvort áhugi er á því að breyta þessu til batnaðar í raun og veru. Allir leggi sitt af mörkum Álit Katrín Jakobsdóttir Formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs Deildu með umheiminum 01/01 „Íslenska ríkið tapar milljörðum króna árlega vegna þess að alþjóð leg fyrir- tæki sem starfa hér á landi koma sér að mestu hjá því að greiða tekjuskatt hér á landi með aðstoð systur- fyrirtækja sinna á lágskatta- svæðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.