Kjarninn - 07.11.2013, Page 24

Kjarninn - 07.11.2013, Page 24
5. Korputorg Það fer væntanlega að líða að því að Korputorgi verði breytt í eitthvað annað en verslunar- húsnæði. Til dæmis gagnaver eða risavaxið refabú, svo fullkomlega óþörf er þessi viðbót við það mikla verslunarhúsnæði sem í boði er á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu ráðgjafa fyrirtækisins McKinsey um íslenskan efnahag er á það bent að miklu meira verslunarrými sé hér á landi en í nágrannalöndum okkar, þegar horft er til fermetra verslunar húsnæðis á hvern íbúa. Korputorg var opnað í október 2008, á versta tíma í Íslands- sögunni. Húsið er gríðarlega stórt, um 45 þúsund fermetrar, og er upp- byggt eins og dæmigerð „outlet“- verslunarmiðstöð eins og víða sést erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum. Ekki hefur verið mikið líf í húsinu frá því að starfsemi hófst þar þó að fyrirtækin sem þar eru með starf- semi hafi haldið úti metnaðarfull- um verslunum alveg frá byrjun. Það er til marks um vandamál þegar kemur að verslun í Korputorgi að stærsta smásölufyrirtæki landsins, Hagar, tók nýverið ákvörðun um að hætta með rekstur í húsinu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.