Kjarninn - 19.12.2013, Síða 25

Kjarninn - 19.12.2013, Síða 25
05/08 kjarninn ÞRóUnaRMÁL til að vera ríkur (vitandi það að samkvæmt kennisetningum þeirrar pólitíkur sem liggur þar að baki verði einhver að tapa eigi annar að græða). Hver ákvarðar síðan hver fær þessi tækifæri sem nauðsynleg eru til þess að verða ríkur? Það er góð spurning því sá sem það ákveður hefur ekki gætt að jafn- ræði hingað til, sérstaklega ekki milli landsvæða. Auð vitað ættu viðskipti milli ríkja að vera sem opnust og jafnræði að gilda í þeim sem annars staðar. Tvískinnungurinn við tolla og höft á viðskipti við þróunar- lönd stingur nefnilega þegar þróunaraðstoð er haldið á lofti sem síðasta vopni alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn fátækt. Hún er það ekki og hefur ekki gert tilkall til þess að vera það. Það þarf meira að koma til. hefur borið árangur En það breytir því þó ekki að árangur hefur hlotist af þróunar aðstoð. Fátækt og hungri hefur kannski ekki verið út- rýmt en stór skref hafa verið tekin í rétta átt. Líf margra hefur batnað vegna hennar. Það er árangur. Og íslensk stjórnvöld hafa gert sitt besta síðustu ár til að tryggja að þróunaraðstoð skapi einmitt þeim tækifæri til mannsæmandi lífs sem þurfa á því að halda. Það er ekki satt að þróunar aðstoð geri meira ógagn en gagn. Gífuryrði og upphrópanir um slíkt gefa ekki rétta mynd af raunverulegum afrakstri þróunaraðstoðar Íslands. Al- hæfingar eins og að öll þróunaraðstoð geri illt verra gefa skakka mynd af raunveruleikanum. Hvert gjafaríki hefur staðla og viðmið fyrir veitingu þróunaraðstoðar, sem geta verið ólíkir milli ríkja. Þar á meðal er skilgreining á því hvaða útgjöld ríkisins falla undir þróunaraðstoð. Það getur verið misjafnt og byggt á mati á landfræðilega pólitískum ástæðum og aðstæðum, eiginhagsmunum og forsendum í öryggis-, varnar- og efnahagsmálum svo eitthvað sé nefnt. nýta íslenska sérþekkingu Stefna Íslands hefur hingað til verið að aðstoða allra fátækustu löndin og einblína á geira þar sem íslensk sér- „Stefna Íslands hefur hingað til verið að aðstoða allra fátækustu löndin og ein- blína á geira þar sem íslensk sérþekking og kunnátta kemur að notum.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.