Kjarninn - 19.12.2013, Síða 32

Kjarninn - 19.12.2013, Síða 32
03/07 kjarninn HEiLBRiGðiSMÁL Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála segja okkur þó ekki ýkja margt ein og sér, heldur væri gagnlegt að vita hvað við erum að fá fyrir þessa peninga. Til þess er hægt að kafa í fjöldatölur frá Landlæknisembættinu, sem mælir legudaga, göngudeildarkomur, heimsóknir á heilsugæslu og fleiri breytur. Til að gera kostnaðartölur að einhverju leyti samanburðar hæfar verður hér brugðið á það ráð að brjóta heildarútgjöld á fjárlögum niður í kostnað á hvern legudag, kostnað á hverja dag- eða göngudeildarkomu og kostnað á hverja heimsókn eða símtal á heilsugæslu. sjúkrahúsin Samkvæmt upplýsingum frá hagdeild fjármálasviðs Land- spítala er meðalkostnaður á legudag 138.974 krónur. Komur á göngu- og dagdeildir eru mis dýrar, frá 16.233 krónum á göngudeildir og 33.181 krónu á bráðamóttöku (fyrir þá sem útskrifast heim sama dag), upp í 59.223 krónur á dag- rannsóknar- og dagmeðferðar- deildir og 132.879 krónur á dag- skurðdeildir. Tölurnar gilda fyrir tímabilið janúar til október 2013 og innifela allan kostnað sem fellur til í legu eða komu á deild, en þar er meðtalinn meðferðarkostnaður og kostnaður við stoðþjónustu. Landlæknisembættið hefur tekið saman fjölda legudaga á sjúkrahúsum landsins og voru þeir 252.780 árið 2012 sam- kvæmt nýútkominni skýrslu „Legur, legudagar og meðal- legutími á sjúkrahúsum 2003-2012“. Fjöldi lega var 42.546 og meðallegutími 5,9 dagar. Á sama tíma námu útgjöld til spítala samkvæmt fjárlögum 42,4 milljörðum króna. Ekki eru til alveg nýjar tölur yfir fjölda koma á göngu- og dagdeildir á landsvísu, en þær voru 608 þúsund árið 2009. dýrt Samkvæmt upplýsingum frá hagdeild fjármálasviðs Landspítala er meðal- kostnaður á legudag 138.974 krónur.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.