Kjarninn - 19.12.2013, Side 43

Kjarninn - 19.12.2013, Side 43
07/08 kjarninn ViðTaL kjördæmum. „Við eigum nú þegar sveitarstjórnarmenn víða, sem hafa verið að vinna í ýmsum íbúahreyfingum eða voru í Frjálslynda flokknum. Og ég held að við eigum alveg erindi. Við höfum lagt áherslu á húsnæðismál, gegnsæi og að berjast gegn spillingu, sem ég held að sé mikil á sveitarstjórnar- stiginu.“ Hún segist þó ekki ætla að fara fram sjálf, þar sem sveitarstjórnar mál höfði ekki til hennar með þeim hætti. Hún útilokar hins vegar ekki að taka slaginn að nýju síðar í landsmálunum. „Helsta vandamál mitt núna er að ég get ekki haldið mér saman. Maður hættir ekkert að hafa skoðanir. Maður veit svo mikið um hvernig hlutirnir gerast. En hins vegar er lífið betra núna. Þetta fer allt eftir því hversu vel lífs- gleðin verður búin að jafna sig.“ Framsókn græddi á útlendingahatrinu Eftir að hafa stigið út úr hringnum horfir Margrét nú inn í hann. Og hún hefur áhyggjur. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessari orðræðunni í utanríkismálunum. Stefnan virðist vera að horfa aðallega inn á við, helst bara í Skagafjörðinn. útilokar ekkert Margrét ætlar ekki að bjóða sig fram í sveitarstjórnar- kosningunum í vor en útilokar ekki að taka slaginn að nýju í landsmálunum. Það fer þó allt eftir því hversu vel henni tekst að endurheimta gleðina.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.