Kjarninn - 19.12.2013, Side 44

Kjarninn - 19.12.2013, Side 44
08/08 kjarninn ViðTaL Við vorum litli nýi róttæki flokkurinn á þingi á síðasta kjörtímabili og inn í slíka flokka leita ýmis öfl, meðal annars xenó fóbísk (útlendingahatur). Við vorum gríðarlega með- vituð öll þrjú sem mynduðum þingflokkinn um að þetta væri eitthvað sem við ætluðum að berja niður ef við gætum. Þessi viðhorf spretta hins vegar oft upp þegar þrengir að. En svo finnur þessi orðræða sér stað ekki hjá okkur heldur í elsta stjórnmála flokknum (Framsóknarflokknum). Á Norður- löndunum hafa þetta verið nýir flokkar sem hafa verið að koma með þessa orðræðu. Að mestu nýjustu flokkarnir í hverju landi fyrir sig. En mér finnst þessi orðræða hafa fundið sér ákveðna fótfestu inni í Framsóknarflokknum núna. Ég þekki marga þingmenn þar og sumt af þessu fólki er á algjörlega önd verðum meiði og tekur engan veginn undir þessa orðræðu. En það lýsir þeim skoðunum sínum ekki út á við. Og það er mjög hættulegt þegar ekkert opinbert nei kemur frá Framsóknarflokknum gegn þessum skoðunum. Vondir hlutir gerast þegar gott fólk stendur hjá og gerir ekki neitt. Mér finnst það dálítið óhugnanlegt. Það er sannarlega hópur á Íslandi sem hefur þessar skoðanir. Mér fannst eins og að forysta Framsóknarflokksins hafi leyft því að gerast að flokkurinn höfði til þessa hóps. Ég held að Sigmundur Davíð sé í raun enginn rasisti. Eins og ég þekki hann er hann mjög víðsýnn og skemmtilegur maður. En hann leyfði þessu samt að malla. Og flokkurinn græddi á því í síðustu kosningunum.“ MArgrét tryggvAdÓttIr uM skuLdAnIðurFELLIngArtILLögurnAr „Við höfum ekki enn séð heildarmyndina. Ef við ætlum að halda áfram að vera með verðtryggingu og íslenska krónu er þetta sennilega ekki til neins. Þá er þetta bara eins og að pissa í skóinn. Þá verðum við aftur komin á þann stað sem við erum á núna eftir eitt og hálft eða tvö ár. En ég hef verið hlynnt því að þeir sem ollu hruninu bæti skaðann. Þannig að ég er sátt við þann hluta. Þá er ágætt að fá þessa viðurkenningu á forsendubresti. En ég held að þetta sé of lítil aðgerð fyrir heimilin til að hún breyti einhverju. Upphæðin er náttúrulega alls ekki sú sama og var talað um í kosningabaráttunni. Þetta er heldur ekki orðið að lögum. Það eru ekki komin fram frumvörp. Ég tel að það myndi skipta miklu meira máli fyrir íslensk heimili ef við fengjum alvöru gjaldmiðil, húsnæðiskerfi sem væri ekki galið og að við losnuðum við verðtryggingu. Það er miklu sann- gjarnari niðurstaða en einhver skuldaleiðrétting ef hitt fylgir ekki.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.