Kjarninn - 19.12.2013, Page 52

Kjarninn - 19.12.2013, Page 52
02/05 kjarninn STJóRnMÁL Sitt sýnist hverjum um útfærslurnar og hvort þær sam- rýmist þeim loforðum sem gefin voru út fyrir kosningar um umfang aðgerðanna. Frá því að þær voru kynntar hafa líka komið fram ansi margar greiningar á þjóðhagslegum áhrifum þeirra. Kjarninn tók þær saman. 30. nóvember: analytica Í spá Analytica, sem unnin var fyrir sérfræðingahópinn og kynnt var samhliða skuldaniðurfellingar áformunum í Hörpu hinn 30. nóvember síðastliðinn undir heitinu Þjóðhagsleg áhrif tillagnanna, kom fram að þær myndu hafa jákvæð áhrif á hagvöxt fram til ársins 2018. Þær myndu auk þess hafa já- kvæð áhrif á einkaneyslu og kaupmátt út árið 2017, ekki hafa neikvæð áhrif á vöru- og þjónustujöfnuð, nánast engin áhrif hafa á verðbólgu en auka fjárfestingu í íbúðarhúsnæði mikið á næstu fimm árum. Þá myndu skuldaniðurfellingar draga lítillega úr atvinnuleysi. 6. desember: Fitch ratings Í umsögn Fitch um skuldaniðurfellingarnar og þær skatta- ívilnanir sem kynntar voru í lok nóvember segir að lækkun húsnæðisskulda geti haft jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- líf. Aukin skattlagning fjármálafyrirtækja, og sérstaklega fallinna fjármálafyrirtækja, geti hins vegar leitt til þess að kröfuhafar gömlu bankanna fái minna í sinn hlut. Fitch telur það geta haft neikvæð áhrif á viðhorf erlendra aðila gagn- vart Íslandi og því dregið úr fjárfestingu og vexti hérlendis. Þetta geti líka torveldað afnám hafta. Ef tillögurnar verði að fullu fjármagnaðar með bankaskatti muni þær ekki fela í sér auknar lántökur ríkisins og því muni þær ekki hafa áhrif á ríkisfjármál. Fitch telur hins vegar hættu á að þau heimili sem njóti niðurfellingar muni endurfjármagna íbúðalán sín annars staðar en hjá Íbúðalánasjóði, sem gæti haft neikvæð áhrif á sjóðinn.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.