Kjarninn - 19.12.2013, Page 65

Kjarninn - 19.12.2013, Page 65
08/08 kjarninn MaTUR Frönsk/íslensk þversögn – nema hvað? Frakkland er undantekning frá þeirri alþjóðlegu megin- reglu að kokkar eða höfundar þurfi sjónvarpsþátt til að selja matreiðslu bækur. Að vísu eru slíkir menn til, eins og metsöluhöfundurinn Cyril Lignac sem jafnframt er sjón- varpsstjarna. En landi hans Trish Deseine hefur hins vegar gert það mjög gott, bæði heima og á alþjóðlegum vettvangi, án þess að hafa nokkurn tíma haft sinn eigin matreiðsluþátt í sjónvarpi. Ísland virðist vera nokkuð nær Frakklandi en engil saxnesku löndunum enn sem komið er, líti maður yfir þær 20 eiginlegu íslensku matreiðslubækur sem nefndar voru hér að framan. Aðeins lítill hluti er eftir sjónvarps- kokka. Matreiðslubækur eru gjarna með söluhæstu bókum hvers árs en hins vegar er ekki heiglum hent að fá áreiðan- legar sölutölur, enda fleiri en einn metsölulisti og sala í fjölmörgum smærri verslunum sem telst ekki með. Það getur því verið erfitt að vita með fullri vissu hver metsölu- bók ársins verður, nema tölur alls staðar verði samhljóða og afgerandi. Þá fáum við kannski að vita hvorir hafa betur í ár, bloggararnir eða sjónvarpskokkarnir.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.