Kjarninn - 16.01.2014, Page 24

Kjarninn - 16.01.2014, Page 24
02/06 topp 5 5 alexanDr tútsjkin (f. 1964) Hægri skyttan öfluga er því betur hætt. Þegar hún sveiflaði vinstri hendinni var eitt svo til öruggt; boltinn var á leið í netið. Tútsjkin spilaði bara sókn, var langur og mjór en afburða skytta, hittinn og skotfastur. Þegar hann spilaði á móti Íslendingum fékk ég alltaf á tilfinninguna að það væri ekkert hægt að gera. Það dugði oft ekki að taka hann úr umferð, því hann var gríðarlega öflugur í því að skjóta eftir uppstillingu í aukaköstum. Þrír menn komu í veg fyrir að það væri hægt að hlaupa út í hann og í ljósi þess hve langur hann var þá var erfitt að komast að honum í skotinu. Í minningunni skoraði hann alltaf leiðinlega mikið á móti Íslandi, alltaf langt utan af velli með þrumu- skotum. Tútsjkin var upp á sitt besta á árunum 1988 til 2004, var gríðarlega öflugur allan sinn feril með Sovétmönn- um og síðan Rússum, sem öttu kappi við Svía um helstu titla á þessum árum. Hann varð Ólympíumeistari í Seúl árið 1988 og í Sydney árið 2000.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.