Kjarninn - 16.01.2014, Síða 37

Kjarninn - 16.01.2014, Síða 37
Hvernig ertu í dag? Hress. Hvað á að gera um helgina? Fara á sýningu með Mið-Íslandi, njóta samverustunda með dætrum mínum og hitta nýfæddan bróður- son minn. Hefur þú séð einhverjar góðar bíómyndir nýlega? Blue Jasmine hreif mig. Skil vel af hverju Cate Blanchett hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn. Svo velur Woody Allen alltaf svo góða tónlist í myndirnar sínar. Einnig hafði ég gaman af Málm- haus. Hún var bæði sorgleg en jafnframt mjög fyndin. Svo hlakka ég til að sjá Philomena því ég er aðdáandi Steve Coogan. Hvaða sjónvarpsþættir eru í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Síðustu þættir sem ég datt algjör- lega inn í voru House of Cards með Kevin Spacey. Bíð spennt eftir næstu þáttaröð. Svo hef ég gaman af spjallþætti Grahams Norton á BBC og 30 Rock. Það slá fáir Tinu Fey við. Hvaða bók eða bækur ertu að lesa núna? Ég er að lesa bókina Her: A Memoir eftir Christu Parravani. Tvíbura- systir mín gaf mér bókina. Þetta er ævisaga rithöfundarins sem missti tvíburasystur sína úr eiturlyfja- neyslu. Áhrifarík bók, sérstaklega fyrir tvíbura. Hvernig telur þú að karla- landsliðinu í handbolta eigi eftir að vegna á Em? Hmmm... vel. af hverju í samfélaginu hefur þú mestar áhyggjur í dag, og hvers vegna? Ég hef ákveðnar áhyggjur af því hversu margir strákar virðast ekki njóta sín í skólakerfinu eins og það er núna. Einnig af háu brottfalli ungra innflytjenda úr framhalds- skólum. Svo held ég að annað rigningarsumar myndi ekki fara vel í þjóðina. sjö spurningar rún ingvarsdóttir fréttakona á RÚV Deildu með umheiminum 01/01 sjö sPURNINGAR kjarninn 16. janúar 2014 01/01 sjö spurningar

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.